-->

Kerecis á leið á hlutabréfamarkað

Kerecis á Ísafirði er á leið á hlutabréfamarkað og er helst horft til þess að skrá það í Svíþjóð. Vonir standa til þess að fyrirtækið geti verið metið á allt að 700 milljónir dollara við skráningu eða um 90 milljarða íslenskra króna. Gengi það eftir yrði Kerecis 6. verðmætasta íslenska félagið á hlutabréfamarkaði.

Helsta vara Kerecis er sáraroð unnið úr þorski til að meðhöndla þrálát sár, til dæmis hjá sykursjúkum, í bráðaáverkum og í skurðstofuaðgerðum.

Marel er verðmætast en það er metið á um 650 milljarða króna. Næst koma tveir bankar rionbanki og Íslandsbanki sem eru metnit á um 310 og 250 milljarða króna. Önnur íslensk fyrirtæki á hlutabréfamarkaði sem eru verðmætari en Kerecis eru Síldarvinnslan, Brim og Kvika. Á stöplaritinu má sjá Arctic Fish í 20. sæti metið á 35 milljarða króna.

Hröð stækkun

Velta Kerecis jókst um 70% á síðasta reikningsári , sept20- sept. 21, frá því næsta á undan. Voru tekjur fyrirtækisins nærri 4 milljarðar króna. Rekstraráætlun félagsins gerir ráð fyrir að tekjurnar vaxi í 6,5 milljarða króna eða um 60% á yfirstandandi rekstrarári sem lýkur í september 2022. Tap varð um hálfa milljón dollara á síðasta rekstrarári eða rúmlega 60 milljónir króna.

Guðmundu Fertram Sigurjónsson, forstjóri og stofnandi Kerecis segir niðurstöðuna ánægjulega í ljósi hraðs vaxtar og neikvæðra áhrifa af covid19. Lögð er mest áhersla á auka söluna í Bandaríkjunum. Kerecis mun áfram leggja áherslu á vöxt umfram það að skila hagnaði næstu árin að sögn Guðmundar. Hann segir mikilvægt að auka markaðshlutdeild félagins næstu árin. Kerecis á í viðræðum um kaup á skráðu bandarísku félagi í heilbrigðisgeiranum og verði af kaupunum yrðu það milljarða króna viðskipti.
Frétt af bb.is

Attachments

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Mast heimilar eldi á sæeyrum í...

Í samræmi við reglugerð nr. 1133/2021 hefur Matvælastofnun ákveðið að skrá Sæbýli rekstur ehf. með fiskeldi í Grindavík. Um...

thumbnail
hover

Gat á kví við Vattarnes –...

Matvælastofnun barst tilkynning frá Löxum Fiskeldi fimmtudaginn 20. janúar um gat á nótarpoka einnar sjókvíar Laxa við Vattarnes í...

thumbnail
hover

„Norðlendingur“ fyrir austan. Enginn frá borði...

Kaldbakur EA 1 – togari Útgerðarfélags Akureyringa – landaði 110 tonnum á Akureyri í gærmorgun, uppistaða aflans var þo...