-->

Kínversk ýsa

„Hljómar skringilega kannski, kínversk ýsa, en þessi réttur er algjört nammi, algjör dekurýsa og alveg þess virði að prófa hann. Bráðhollur réttur í þokkabót. Mig minnir að upprunalega hafi þessi uppskrift komið úr Nýkaupsbókinni hans Sigga Hall en ég er lítillega búin að breyta uppskriftinni (nota kókosolíu í stað ólífuolíu, tamarisósu í stað sojasósu og agavesíróp í stað sykurs).“

Svona hljómar inngangur að eftirfarandi uppskrift á vefsíðunni cafesigrun.com og við mælum með því lesendur okkar prufi að elda ýsu á kínverskan hátt.

Innihald:

800 g ýsuflök, beinhreinsuð og roðflett

1 msk kókosolía

1 msk sesamolía

3 msk tamarisósa

1 msk hvítvínsedik (e. hvítvínsedik) eða hrísgrjónaedik

Nokkrir steviadropar án bragðefna eða 1 msk agavesíróp

3 sm bútur ferskt engifer, afhýtt og saxað mjög smátt

3 hvítlauksrif, afhýdd og söxuð smátt

4-8 vorlaukar (eftir stærð), skornir í 5 sm bita (ljósi og græni hlutinn)

1 rauð eða gul paprika, skorin í strimla

Smá klípa svartur pipar

Aðferð:

Skerið ýsuna í 12 jafnstóra bita.

Blandið saman í skál; kókosolíunni, tamarisósunni, hvítvínsedikinu og steviadropum. Hrærið vel.

Afhýðið engiferinn og hvítlaukinn og saxið smátt. Setjið út í skálina.

Skerið vorlaukana í 5 sm bita og setjið í skálina.

Skerið paprikuna langsum, fræhreinsið og skerið hana í strimla. Setjið út í skálina.

Hellið innihaldi skálarinnar yfir ýsubitana. Látið ýsubitana liggja í vökvanum í 1-2 klukkustundir eða lengur

Takið ýsubitana upp úr og leggið í eldfast mót.

Takið sem mest af grænmetinu sem er í skálinni og látið það með skeið ofan á ýsubitann. Hellið vökvanum yfir ýsubitana.

Kryddið svolítið með svörtum pipar.

Hitið ofninn í 140°C og bakið fiskinn í 10-15 mínútur.

Berið fram með hýðishrísgrjónum eða byggi og tamarisósu.

Nota má gula papriku í staðinn fyrir rauða.

Nota má annan fisk í staðinn fyrir ýsu t.d. þorsk, steinbít eða lúðu.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Skötuselur með sesam og mandarínum

Ekki er langt síðan Íslendingar byrjuðu að borða skötusel. Hann var reyndar lengi fremur fátíður í afla skipa, nema helst humarb...

thumbnail
hover

Ljómandi góð lúða

Okkur hjónunum áskotnaðist svolítið af lúðuflökun núna í sjálfskipaðri sóttkví. Lúðan var kærkomin og auðvitað gæddum vi...

thumbnail
hover

Bakaður þorskur

Nú höfum við það einfalt og þægilegt. Vetrarvertíð á þorski stendur yfir og vel veiðist af þeim gula. Betri þorsk en feitan ve...