Kolmunninn nálgast 10 þúsund tonn hjá Loðnuvinnslunni

Deila:

Hvert skipið á fætur öðru kemur nú til löndunar af kolmunnamiðunum suður af Færeyjum þar sem óhætt er að segja að hafi verið hörku veiði frá áramótum. Því er mikið að gera hjá flestum fiskimjölsverksmiðjum en auk íslensku uppsjávarskipanna hafa þau færeysku komið hingað til löndunar, enda verið löndunarbið í Færeyjum. Eitt þeirra er færeyska uppsjávarskipið Finnur Fríði sem kemur í kvöld til Fáskrúðsfjarðar og landar 2.300 tonn af kolmunna til bræðslu hjá Loðnuvinnslunni. Þetta er önnur löndun skipsins á Fáskrúðsfirði á rúmri viku.
Að þessum farmi meðtöldum hefur Loðnuvinnslan tekið á móti 9.400 tonnum af kolmunna frá áramótum, segir á vef fyrirtækisins.

 

Deila: