-->

Kortleggja veiðiálag

Hafrannsóknastofnun hefur í fjölda ára notað gögn frá fiskiskipum til að meta útbreiðslu veiða og afla á sóknareiningu. Með tilkomu rafrænna afladagbóka og VMS/AIS-merkja er hægt að kortleggja veiðiálag eftir svæðum mun nákvæmar en áður var hægt. Til að sýna möguleika sem opnast með þessari tækni hefur stofnunin nú opnað vefsíðu þar sem sjá má dreifingu veiða eftir helstu veiðarfærum árið 2018. Gert er ráð fyrir að vefsíðan muni þróast áfram og hægt verði að skoða dreifingu veiða eftir tegundum, mánuðum og flokkum skipa. Slóðin á síðuna er https://veidar.hafogvatn.is. Kortið er byggt á samþættingu gagna úr afladagbókum skipstjóra og upplýsingum um staðsetningu fiskiskipa samkvæmt Vaktstöð siglinga fyrir árið 2018. Fyrir hvert veiðarfæri sýnir kortið vísitölu á sókn hvers veiðarfæris, ljósir litir þýða litla sókn en eftir því sem litir verða dekkri þeim mun meiri sókn á hverju svæði. Upplausn gagnanna er u.þ.b. 150 metrar.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Ekkert banaslys þriðja árið í röð

Ekkert banaslys varð til sjós við Ísland í fyrra. Þetta er þriðja árið í röð sem enginn ferst við störf um borð í íslensku...

thumbnail
hover

Sigurður Davíð Stefánsson til Sjávarklasans

Sigurður kláraði BSc í rekstrarverkfræði við Háskólann í Reykjavík árið 2017. Hann lauk síðan meistaranámi sínu í rekstrar...

thumbnail
hover

Stuðla að bættri bátavernd

Samband íslenskra sjóminjasafna gaf nýverið út fornbátaskrá og leiðarvísi við mat á varðveislugildi eldri báta og skipa. Útgá...