Krefjast línuívilnunar fyrir alla dagróðrabáta

Deila:

Forsvarsmenn LS hafa fundað með Kristjáni Þór Júlíussyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.  Línuívilnun var eitt þeirra málefna sem LS ræddi við ráðherra.

Lýst var vonbrigðum með að ekki hefðu verið gerðar breytingar á lögum um stjórn fiskveiða þannig að öllum dagróðrabátum minni en 30 brt. væri tryggð línuívilnun óháð því hvernig beitt væri.

LS mótmælti ákvörðun ráðherra að minnka afla til línuívilnunar um 809 tonn, þar af 730 tonn samanlagt í þorski og ýsu.

Ljósmynd Hjörtur Gíslason.

 

Deila: