Kristján Þ. Davíðsson tekur sæti í stjórn MSC

252
Deila:

Stjórn Marine Stewardship Council (MSC) hefur bæst nýr og góður liðsauki, Kristján Þ.
Davíðsson. Kristján er stjórnarformaður Brims sem er leiðandi fyrirtæki í sjávarútvegi á Íslandi.
Fyrirtækið hefur vottun MSC fyrir starfssemi sína. Kristján hóf starfsferil sinn sem
fiskverkamaður og sjómaður en hefur síðan gengt ýmsum störfum í sjávarútvegi og
tengdum greinum. Hann hefur meðal annars starfað sem forstjóri Granda, (nú Brim),
sem framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva , sem fulltrúi North Atlantic
Seafood Forum á Íslandi og sem stjórnarformaður Corporación Pesquera Inca SA í Perú.
Kristján er menntaður í sjávarútvegsfræðum frá Háskólanum í Tromsö í Noregi og hafði
áður öðlast skipstjórnarréttindi við Stýrimannaskólann.
Kristján tekur við af Eric Barratt, fyrrverandi forstjóra sjávarútvegsfyrirtækisins
Sanford á Nýja Sjálandi, en hann hefur setið í stjórn MSC síðan 2014. Skipan Kristjáns í
stjórnina tryggir áframhaldandi jafnvægi innan hennar milli sjávarútvegs, vísinda,
frjálsra félagasamtaka, smásala og annarra sviða. Í stjórnina eru einstakingar valdir af
kostgæfni til að tryggja að ákvarðanataka mótist af jafnvægi og endurspegli ólík svið og
hagsmuni.

„MSC treystir á innsæi, sérþekkingu og tíma stjórnarmanna við að halda stöðu samtakanna og efla þau sem leiðandi afl í sjálfbærum veiðum og sjálfbærni sjávarafurða. Fyrir mína hönd og annarra
stjórnarmanna vil ég þakka Eric Barratt fyrir hollustu hans og ómetanlegt framlag um
margra ára skeið. Það er okkur mikil ánægja að bjóða Kristján Davíðsson velkominn í
okkar hóp. Hann færir okkur gífurlega reynslu, umfangsmikið tengslanet í sjávarútvegi
og einlægan áhuga á sjálfbærni sem verður ómetanlegt framlag í stjórninni og tryggir að
við stefnumótun sína verður MSC áfram undir forystu leiðtoga með fjölbreytileg viðhorf
og þekkingu,“ segir Warner Kiene, formaður stjórnar MSC, af þessu tilefni.
„Ég er mjög ánægður með að Kristján taki nú annað tveggja sæta sjávarútvegs í stjórn MSC. Kristján hefur mikla reynslu og innsýn frá langri þátttöku í sjávarútvegi allt frá því að vera ungur sjómaður til núverandi starfs sem stjórnarformaður sjávarútvegsfyrirtækisins Brims. Reynsla hans spannar
veiðar, tæknimál, fjármál, markaðssetningu og stjórnun, frá Suður-Ameríku til Evrópu
og Asíu, allt til Kína og Japans. Kristján kemur til starfa í stjórninni þegar við byrjum að
þróa nýja stefnumótun fyrir sýn okkar um heilbrigt og afkastamikið haf með sjálfbæru
sjávarfangi fyrir þessa og komandi kynslóðir. Ég hlakka mikið til að vinna með honum.
Ég vil líka nota tækifærið og þakka Eric Barratt innilega sem hefur lagt ómetanlegt af
mörkum við þróun MSC á starfstíma sínum í stjórn okkar,“segir Rupert Howes aðalframkvæmdastjóri MSC.
„Að fá að vinna með hópi fólks með þekkingu og reynslu víðsvegar
að úr heiminum að bættri sjálfbærni sjávarútvegsins er tækifæri sem ég er mjög
þakklátur fyrir. Sífellt vaxandi áhersla á sjálfbærni eflir starfið og bætir framtíð okkar
allra. Það er markmið sem er svo sannarlega þess virði að vinna að,“ segir Kristján Davíðsson.
„Það er mjög ánægjulegt að fulltrúi frá Norður Atlantshafi taki sæti í stjórn MSC. Kristján hefur mikla
alþjóða reynslu og þekkir vel til sjávarútvegs frá flestum hliðum. Hann verður því mikilvægur

fulltrúi sjávarútvegsins í stjórn MSC með sín góðu tengsl í löndunum við Norður
Atlantshafið,“ segir Gísli Gíslason, svæðisstjóri MSC í Norður Atlantshafi.
Nýir stjórnarmenn taka með sér ný viðhorf
Stjórnarmenn MSC eru valdir út frá þekkingu sinni, hæfni og stuðningi við sjónarmið
MSC. Leitað er að nýjum meðlimum með auglýsingum; þeir umsækjendur sem metnir
eru hæfastir eru boðnir til viðtals við stjórnarformann, aðra stjórnarmenn og
aðalframkvæmdastjóra. Nýr stjórnarmaður er skipaður að lokinni einróma samþykkt
stjórnar.
Stjórnarmenn eru skipaðir á grundvelli persónulegrar hæfni, ekki sem fulltrúar
fyrirtækja eða samtaka, skipan þeirra er til þriggja ára og hægt er að skipa þá aftur í
þrjú ár. Stjórnarformann má skipa þrisvar til þriggja ára.
Í stjórninni mega sitja allt að 15 meðlimir og eru ýmist án tilnefningar eða tilnefndir af
tilteknum atvinnugreinum í sjávarútvegi. Eru þannig átta sæti tilnefnd af
sjávarfangsframleiðendum, umhverfisverndarsamtökum, sölu- og markaðsaðilum og
loks fiskifræði.

Deila: