Kvótakerfið er skrýtið

149
Deila:

Maður vikunnar byrjaði 10 ára á grásleppu. Stundaði sjóinn lengi vel en er nú kominn í fiskeldið hjá Arctic Fish. Hann langar til Nýja Sjálands í draumafríið.

Nafn:

Elvar Hákon Már Víkingsson.

Hvaðan ertu?

Patreksfirði.

Fjölskylduhagir?

Kona og 4 börn.

Hvar starfar þú núna?

Arctic Fish Seafarm.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

10 ára á grásleppu 1997.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Fjölbreytileikinn.

En það erfiðasta?

Veðurfar og fjarvera frá fjölskyldu.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Að veiða kvóta. Kvótakerfið er skrýtið.

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Einar Helgason.

Hver eru áhugamál þín?

Smábátar. 

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Góð steik með nóg af sósu.

Hvert færir þú í draumfríið?

Nýja Sjálands. 

Deila: