-->

Lagt til að Laxar fái 10.000 tonna leyfi í Reyðarfirði

Matvælastofnun hefur unnið tillögu að rekstrarleyfi fyrir Laxa eignarhaldsfélag ehf. til sjókvíaeldis á 10.000 tonnum af frjóum laxi í Reyðarfirði. Tillagan er byggð á matsskýrslu frá 2018 um viðbótarframleiðslu Laxa eignarhaldsfélags ehf. (áður Laxar fiskeldi ehf.) á 10.000 tonnum af laxi í sjókvíum í Reyðarfirði. Fyrirtækið hefur fyrir rekstrarleyfi til hámarkslífmassa á 6.000 tonnum og rekstrarleyfi fyrir 3.000 tonnum en síðara leyfið mun falla niður verði 10.000 tonna tillaga að rekstrarleyfi útgefin.

Um er að ræða nýtt rekstrarleyfi sem heimilar allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi á hverjum tíma. Með viðbótinni verður eldi fyrirtækisins allt að 16.000 tonn af laxi í firðinum. Burðarþolsmat Hafrannsóknastofnunar í Reyðarfirði er 20.000 tonn og áhættumat stofnunarinnar gerir ráð fyrir 16.000 tonnum af frjóum laxi.

Framkvæmd fyrirtækisins fór í gegnum mat á umhverfisáhrifum i samræmi við lög um mat á umhverfisáhrifum.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Ofnbakaður gullkarfi með chili, hvítlauk og...

Nú leitum við til Norðanfisks eftir góðri uppskrift. Fyrirtækið framleiðir gífurlega mikið af fiski sem tilbúinn er til matreiðs...

thumbnail
hover

Tengdamóðirin eftirminnilegasti vinnufélaginn

Maður vikunnar er Ólafsfirðingur búsettur á Dalvík. Hann byrjaði ungur að vinna í fiski hjá Sigvalda Þorleifs, en var síðar á ...

thumbnail
hover

Öflugur liðstyrkur í veiðieftirliti Fiskistofu

Fiskistofa réði nýverið sex nýja eftirlitsmenn til starfa í stað eldri starfsmanna sem látið hafa af störfum. Nýju veiðieftirlit...