Í land með stútfullan bát

Deila:

Maður vikunnar var á veiðum á Verði EA fyrir austan land í ágætis fiskiríi þegar Kvótinn sló á þráðinn til hans. Hann byrjaði á sjó fljótlega eftir grunnskóla og eftir erfiðan fyrsta túr hefur allt gengið vel. Yfirleitt komið í land með stútfullann bát. Þetta er Grindvíkingurinn Bergvin Ólafarson.

Nafn:

Bergvin Ólafarson.

Hvaðan ertu?

Fæddur og uppalinn í Grindavík.

Fjölskylduhagir:

Ég á yndislega konu Hildi Maríu og 3 börn, Pétur Inga 18 ára, Ólöfu Maríu 11 ára og Karen Lind 7 ára.

Hvar starfar þú núna?

Ég er á Verði EA 748.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Ég fór á sjóinn stuttu eftir 10. bekk og fór á Fjölni GK sem Vísir gerir út. Ég gleymi aldrei þeim túr, ég ældi í heila viku og neitaði að fara annan túr og fór heim frá Þingeyri með flutningabíl.

Hvað er skemmtilegast við að vinna við sjávarútveg?

Að vera á landleið með stútfullan bát.

En það erfiðasta?

Vera í burtu frá fjölskyldu, brælur og fara inn á síðuna verðlagsstofu skiptaverð.is það er furðulegt batterí.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í?

Mér dettur í hug þegar það vantaði einn til að spila á Grindvíkingi og ég vissi að hann var nýfarinn í koju ég opnaði hurðina, en lokaði strax aftur þið megið giska hvað hann var að gera.

Hver er eftirminnilegasti vinnufélaginn þinn?

Óli bóndi mikill meistari.

Hver eru helstu áhugamál þín?

Fjölskyldan, golf, körfubolti, útilega og Liverpool.

Hver er uppáhalsmaturinn þinn?

Bjúgu með uppstúf og bökuðum baunum (kúrekabaunum).

Hvert færiru í draumafríið?

Mig langar að fara á skemmtiferðaskip með fjölskylduna.

 

 

Deila: