-->

Landaði 927 tonnum af rækju

Rækjutogarinn Avataq, sem er í eigu Royal Greenland hefur enn eitt skiptið sett met í löndun í grænlenskri höfn. Hann landaði nýlega 927 tonnum af rækju eftir eina veiðiferð. Það er 24 tonnum meira en eldra metið hjá skipinu sem sett var í maí. Avataq er stærsti best útbúni togari Grænlendinga, en skipstjórarnir eru færeyskir.

Rétt rúmur fjórðungur af aflanum fer til vinnslu í rækjuverksmiðjunni hjá Royal Greenland í Sisimiut, en þrír fjórðu fara beint á ýmsa markaði.

Coronaveiran hefur sín áhrif á Grænlandi og víðar og vegna hennar þarf áhöfnin að fara í skimun og vera í sóttkví í vikur áður en hún kemur um borð, en áhöfnin að þessu sinni þurfti að halda sig um borð, meðan skipið var í slipp í Danmörku fyrr í sumar.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Ofnbakaður gullkarfi með chili, hvítlauk og...

Nú leitum við til Norðanfisks eftir góðri uppskrift. Fyrirtækið framleiðir gífurlega mikið af fiski sem tilbúinn er til matreiðs...

thumbnail
hover

Tengdamóðirin eftirminnilegasti vinnufélaginn

Maður vikunnar er Ólafsfirðingur búsettur á Dalvík. Hann byrjaði ungur að vinna í fiski hjá Sigvalda Þorleifs, en var síðar á ...

thumbnail
hover

Öflugur liðstyrkur í veiðieftirliti Fiskistofu

Fiskistofa réði nýverið sex nýja eftirlitsmenn til starfa í stað eldri starfsmanna sem látið hafa af störfum. Nýju veiðieftirlit...