Landaði 927 tonnum af rækju

94
Deila:

Rækjutogarinn Avataq, sem er í eigu Royal Greenland hefur enn eitt skiptið sett met í löndun í grænlenskri höfn. Hann landaði nýlega 927 tonnum af rækju eftir eina veiðiferð. Það er 24 tonnum meira en eldra metið hjá skipinu sem sett var í maí. Avataq er stærsti best útbúni togari Grænlendinga, en skipstjórarnir eru færeyskir.

Rétt rúmur fjórðungur af aflanum fer til vinnslu í rækjuverksmiðjunni hjá Royal Greenland í Sisimiut, en þrír fjórðu fara beint á ýmsa markaði.

Coronaveiran hefur sín áhrif á Grænlandi og víðar og vegna hennar þarf áhöfnin að fara í skimun og vera í sóttkví í vikur áður en hún kemur um borð, en áhöfnin að þessu sinni þurfti að halda sig um borð, meðan skipið var í slipp í Danmörku fyrr í sumar.

 

Deila: