Landsréttur staðfestir frávísun

Deila:

Landsréttur hefur með úrskurði 8. febrúar staðfest niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur og vísað frá kröfum fyrirtækjanna Akurholts og Geiteyrar, sem eru veiðiréttarhafar í Haffjarðará, á hendur Arnarlaxi

Veiðiréttarhafarnir, Akurolt og Geiteyri ehf, höfðu krafist þess að starfs- og rekstrarleyfi Arnarlax í Arnarfirði yrðu ógilt. Landsréttur staðfesti niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur og vísaði kröfunum frá. „Niðurstaða Landsréttar er endanleg niðurstaða dómstóla” segir Kristín Edwald, hæstaréttarlögmaður og einn af eigendum LEX lögmannsstofu, sem flutti málið fyrir hönd Arnarlax.

„Niðurstaðan byggir á því að veiðiréttarhafarnir, sem kröfðust ógildingar leyfa Arnarlax í Arnarfirði, hefðu ekki lögvarða hagsmuni af að fá dóm um kröfur”sínar, segir Kristín.

„Til viðbótar því að hafa þurft að greiða sinn eigin lögmannskostnað þurfa veiðiréttarhafarnir einnig að greiða málskostnað Arnarlax, Matvælastofnunar og Umhverfisstofnunar, bæði fyrir héraðsdómi og Landsrétti”  segir Kristín.

„Niðurstaða íslenskra dómstóla er því sú að veiðiréttarhafarnir hafi ekki orðið fyrir tjóni af starfsemi Arnarlax og að þeir hafi ekki sýnt fram á að starfsemin skapaði hagsmunum þeirra sérstaka hættu” segir Kristín Edwald.

Arnarlax hefur frá árinu 2009 farið í gegnum ítarlegar leyfisveitingar sem hafa m.a. farið í gegnum hefðbundið ferli hjá Skipulagsstofnun, Matvælastofnun og Umhverfisstofnun þar sem sömu eða sambærilegir hagsmunaaðilar hafa komið á framfæri sínum sjónarmiðum og látið reyna á gildi leyfisveitinganna m.a. fyrir úrskurðarnefndum.

 

Deila: