Langa í grænni sósu

528
Deila:

Langa er ljúffengur fiskur, þó ekki eins algengur og þorskur og ýsa á matardiskum okkar Íslendinga. Hana má samt yfirleitt alltaf nálgast í góðum fiskbúðum. Hér bjóðum við upp á uppskrift að löngu í grænni sósu, með steiktum kartöflum og salatdressingu. Verði ykkur að góðu.

Innihald:
6-8 nýjar kartöflur eftir stærð
matarolía
100g fersk basilíka
12 steinlausar grænar ólífur, saxaðar
300g smá spínat
2 stórir vorlaukar, saxaðir
2 msk. saxaður graslaukur
4 x 200g lönguflök
salt og pipar
fersk steinselja og dill

Græn sósa
2 msk. söxuð basilíka
3 msk. söxuð steinselja
1 msk. söxuð mynta
3 msk. kapers
4 ansjósuflök
2 hvítlauksrif, marin
1 msk. Dijon sinnep
150ml ólívuolía
4 msk. sherry edik
1 sítróna, rifinn börkur og safi

Salatdressing
4 sítrónur, lauf og rifinn börkur
8 cherry tómatar, helmingaðir
1 msk. sykur
2 msk. ólívuolía

Brauðtengingar
2 sneiðar af hvítu brauði
1 tsk. ólífuolía

Aðferð:

Setjið allt innihald í grænu sósuna í matvinnsluvél og blandið saman þar til sósan er orðin mjúk. Leggið hana til hliðar. Blandið innihaldsefnum í salatdressinguna saman og leggið til hliðar.

Skerið brauðið í litla tenginga og steikið í ólífuolíu uns þeir eru orðnir gullnir.

Sjóðið kartöflurnar í söltu vatni. Skerið þær í sneiðar, þegar þær eru soðnar. Steikið þær síðan í matarolíu á góðri pönnu, þar til þær verða gylltar og stökkar. Bætið þá út á basilíku, söxuðum ólívum, spínati, vorlauk og graslauk.

Þurrkið löngubitana og saltið. Hitið 2 msk. af matarolíu á góðri pönnu og steikið þá þar til þeir eru orðnir gylltir beggja vegna.

Hellið dálitlu af grænu sósunni á fjóra matardiska. Leggið fiskbitana í sósuna og setjið síðan dressinguna yfir bitana. Síðan koma brauðteningarnir og steinselja og dill til skrauts og kartöflusneiðarnar til hliðar.

 

Deila: