-->

Langa í grænni sósu

Langa er ljúffengur fiskur, þó ekki eins algengur og þorskur og ýsa á matardiskum okkar Íslendinga. Hana má samt yfirleitt alltaf nálgast í góðum fiskbúðum. Hér bjóðum við upp á uppskrift að löngu í grænni sósu, með steiktum kartöflum og salatdressingu. Verði ykkur að góðu.

Innihald:
6-8 nýjar kartöflur eftir stærð
matarolía
100g fersk basilíka
12 steinlausar grænar ólífur, saxaðar
300g smá spínat
2 stórir vorlaukar, saxaðir
2 msk. saxaður graslaukur
4 x 200g lönguflök
salt og pipar
fersk steinselja og dill

Græn sósa
2 msk. söxuð basilíka
3 msk. söxuð steinselja
1 msk. söxuð mynta
3 msk. kapers
4 ansjósuflök
2 hvítlauksrif, marin
1 msk. Dijon sinnep
150ml ólívuolía
4 msk. sherry edik
1 sítróna, rifinn börkur og safi

Salatdressing
4 sítrónur, lauf og rifinn börkur
8 cherry tómatar, helmingaðir
1 msk. sykur
2 msk. ólívuolía

Brauðtengingar
2 sneiðar af hvítu brauði
1 tsk. ólífuolía

Aðferð:

Setjið allt innihald í grænu sósuna í matvinnsluvél og blandið saman þar til sósan er orðin mjúk. Leggið hana til hliðar. Blandið innihaldsefnum í salatdressinguna saman og leggið til hliðar.

Skerið brauðið í litla tenginga og steikið í ólífuolíu uns þeir eru orðnir gullnir.

Sjóðið kartöflurnar í söltu vatni. Skerið þær í sneiðar, þegar þær eru soðnar. Steikið þær síðan í matarolíu á góðri pönnu, þar til þær verða gylltar og stökkar. Bætið þá út á basilíku, söxuðum ólívum, spínati, vorlauk og graslauk.

Þurrkið löngubitana og saltið. Hitið 2 msk. af matarolíu á góðri pönnu og steikið þá þar til þeir eru orðnir gylltir beggja vegna.

Hellið dálitlu af grænu sósunni á fjóra matardiska. Leggið fiskbitana í sósuna og setjið síðan dressinguna yfir bitana. Síðan koma brauðteningarnir og steinselja og dill til skrauts og kartöflusneiðarnar til hliðar.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Ofnbakaður gullkarfi með chili, hvítlauk og...

Nú leitum við til Norðanfisks eftir góðri uppskrift. Fyrirtækið framleiðir gífurlega mikið af fiski sem tilbúinn er til matreiðs...

thumbnail
hover

Tengdamóðirin eftirminnilegasti vinnufélaginn

Maður vikunnar er Ólafsfirðingur búsettur á Dalvík. Hann byrjaði ungur að vinna í fiski hjá Sigvalda Þorleifs, en var síðar á ...

thumbnail
hover

Öflugur liðstyrkur í veiðieftirliti Fiskistofu

Fiskistofa réði nýverið sex nýja eftirlitsmenn til starfa í stað eldri starfsmanna sem látið hafa af störfum. Nýju veiðieftirlit...