-->

Langar á flandur um Asíu

Maður vikunnar er uppalin í Grundafirði en býr í Stykkishólmi. Hún vinnur sem gæðastjóri hjá fisksölufyrirtækinu Marz. Fiskur og grænmeti er uppáhalds  maturinn hennar, þrátt fyrir að erfitt hafi verið að koma fiski ofaní hana á yngri árum. Hana langar til að fara í flandur um Asíu.

Nafn:

Sigríður Elísabet Elisdóttir.

Hvaðan ertu?

Uppalin í Grundarfirði, búsett í Stykkishólmi.

Fjölskylduhagir?

Gift og á tvö uppkomin börn, tengdadóttur og hund.

Hvar starfar þú núna?

Gæðastjóri hjá Marz Sjávarafurðum ehf.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Fyrir tæpum 11 árum.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Samskipti við allt það yndislega fólk sem starfar við sjávarútveginn.

En það erfiðasta?

Það er ekkert erfitt, bara verkefni.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í?

Get ekki sagt frá því á opinberum vettvangi 🙂

Hver er eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Stelpurnar sem ég vinn með eru mér allar efst í huga og allar eftirminnilegar. 

Hver eru áhugamál þín?

Eins og flestra, fjölskyldan, fiskvinnslur, gæðamál, ferðalög og allt sem er öðruvísi og/eða skrítið.

Hver er uppáhalds maturinn þinn?

Allt grænmeti og fiskur.   Nú hlær mamma, því það var mjög erfitt að koma fiski ofaní mig þegar ég var barn 🙂

Hvert færir þú í draumfríið?

Færi á flandur um Asíu.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Ljúffeng lúða

Lúða er ljúffengur fiskur, sem elda má á ótal vegu og alltaf er hún góð svo fremi sem hún sé fersk. Hér kemur uppskrift sem er b...

thumbnail
hover

Byrjaði 15 ára á Barða NK

Maður vikunnar er Norðfirðingur. Einn af aflasælustu skipstjórum landsins, sem mokar upp kolmunna, makríl, síld og loðnu, þegar kv...

thumbnail
hover

Ólafur Marteinsson nýr formaður SFS

Ólafur Marteinsson, framkvæmdastjóri Ramma hf. á Siglufirði var kjörinn formaður stjórnar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi á a...