Lax á tælenska vísu

Deila:

Er ekki kominn tími á lax? Þetta er einstaklega einföld og þægileg uppskrift og rétturinn hollur og góður. Mikið er af Omega fitusýrum íi laxinum sem gerir hann einstaklega hollan. Rétt er að minna á ráðleggingar landlæknis. Neytið fisks tvisar í viku eða oftar allt árið.

Innihald:

6 bitar af laxi, hver um 180g að þyngd, beinlausir, roðflettir og fituhreinsaðir

1 tsk. salt

1 bolli Thai sweet chili sauce, skipt

2 – 3 msk. vorlaukur smátt saxaður

bökunarsprei

Aðferð:

Takið hæfilegt eldfast mót og spreiið það. Leggið þá laxabitana í mótið, stráið smá salti yfir þá og smyrjið þá með sósunni og nuddið vel inn í fiskholdið. Geymið það sem eftir er af sósunni. Setjið plastfilmu yfir mótið og látið laxinn marínerast í að minnsta kosti tvo tíma í ísskásp, eða yfir nótt.

Stillið ofninn á háan hita, eða grill, og setjið mótið á grind rétt fyrir ofan miðju. Bætið smávegis af sósunni á bitana. Grillið bitana í 8-10 mínútur, eða þar til þeir verða gylltir. Setjið þá meiri sósu yfir bitana og grillið í 5 mínútur til viðbótar. Athugið að grilltíminn er mismunandi eftir þykkt bitanna.

Berið réttinn fram með hrísgrjónum og salati að eigin vali.

Deila: