Lax í „Air fryer“

Deila:

Erfræer! Hvaða orðskrípi er það eiginlega. Air fryer hljómar kannski betur, enda hefur sjálfsagt hálf þjóðin eða meira fjárfest í slíkri græju. Við teljum því að við hæfi sé að bjóða upp á uppskrift sem hentar fyrir tækið. Laxinn verður fyrir valinu og uppskriftin er einstaklega einföld og rétturinn bragðgóður. Uppskriftin er fyrir fjóra.

Innihald:

800g lax, í fjórum stykkjum roð og beinhreinsaður og fiturönd fjarlægð

1 tsk. salt

1 tsk. pipar

1 tsk. blandaðar kryddjurtir

1 tsk. marinn hvítlaukur

½ msk. ólífuolía

Soðið grænmeti eins og brokkoli eða blómkál eða að eigin vali

hrísgrjón eða kinóa

Aðferð:

Landið saman í skál salti, pipar, hvítlauk og kryddjurtum. Nuddið ólífuolíu á flökin og veltið þeim upp úr kryddblöndunni.  Leggið laxinn í air fryerinn og eldið við 180°C í 8-10 mínútur, tíminn fer nokkuð eftir þykkt stykkjanna.

Berið laxinn fram með grænmeti og soðnum grjónum. Gott væri að hafa kalda sósu með eins og grænmetissósu, sinnepssósu eða hverja þá sósu sem fólk kýs.

Deila: