Lax með feta og fleiru

Þó laxveiðin í ám landsins hafi gengið illa í sumar og Hafró hafi hvatt veiðimenn til að sleppa sem flestum veiddum löxum, er nóg framboð af úrvals laxi úr fiskeldi. Þessa vegna birtum við hér einfalda og holla uppskrift af laxi, sem gæti hentað vel fyrir rómantískan einfaldan kvöldverð fyrir ástfangið fólk á öllum aldri.

Innihald:

1 laxaflak

½ bolli fetaostur

¼ bolli söxuð steinselja

2 msk saxaður ferskur graslaukur

safi úr hálfri sítrónu

smá salt og pipar

Aðferð:

Hitið ofninn í 180 gráður.

Takið til eldfast mót, eða mótið eitt slíkt úr álpappír til að minnka uppvaskið.

Setjið saman á skurðarbretti steinselju, graslauk, feta ost, sítrónu, salt og pipar.

Saxið allt vel og smátt og blandið saman.

Dreifið blöndunni fyrir flakið. Munið að snúa roðhliðinni niður, ef ekki er búið að roðdraga laxinn og fituhreinsa.

Bakið í 20 mínútur eða uns flakið er eldað í gegn.

Berið fram með fersku salati og soðnum nýjum kartöflum. Glas af kældu hvítvíni gæti farið vel með þessum einfalda en bragðgóða rétti.

 

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Einum og mikið af því góða

Beitir NK kastaði á síldarmiðunum austur af landinu um hádegi í gær. Dregið var í um 40 mínútur og reyndist aflinn vera 1.320 ton...

thumbnail
hover

„Áströlsku stelpurnar“ heimsóttu Fáskrúðsfjörð

Undanfarnar tvær vikur hafa tvær konur frá Ástralíu verið í heimsókn á Fáskrúðsfirði. Það er langt ferðalag að ferðast fr...

thumbnail
hover

Taka ákvörðun um makrílbætur á næstu...

Sjávarútvegsfyrirtæki sem fengu minni makrílkvóta úthlutað á árunum 2011 til 2014 en lög gerðu ráð fyrir, bræða nú með sér...