-->

Lax með feta og fleiru

Þó laxveiðin í ám landsins hafi gengið illa í sumar og Hafró hafi hvatt veiðimenn til að sleppa sem flestum veiddum löxum, er nóg framboð af úrvals laxi úr fiskeldi. Þessa vegna birtum við hér einfalda og holla uppskrift af laxi, sem gæti hentað vel fyrir rómantískan einfaldan kvöldverð fyrir ástfangið fólk á öllum aldri.

Innihald:

1 laxaflak

½ bolli fetaostur

¼ bolli söxuð steinselja

2 msk saxaður ferskur graslaukur

safi úr hálfri sítrónu

smá salt og pipar

Aðferð:

Hitið ofninn í 180 gráður.

Takið til eldfast mót, eða mótið eitt slíkt úr álpappír til að minnka uppvaskið.

Setjið saman á skurðarbretti steinselju, graslauk, feta ost, sítrónu, salt og pipar.

Saxið allt vel og smátt og blandið saman.

Dreifið blöndunni fyrir flakið. Munið að snúa roðhliðinni niður, ef ekki er búið að roðdraga laxinn og fituhreinsa.

Bakið í 20 mínútur eða uns flakið er eldað í gegn.

Berið fram með fersku salati og soðnum nýjum kartöflum. Glas af kældu hvítvíni gæti farið vel með þessum einfalda en bragðgóða rétti.

 

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Bakaður þorskur með sítrónukeim og hvítlauk

Nú höfum við það einfalt en auðvitað heilnæmt og gott. Þorskurinn fær að njóta sín og rétt bakaður fellur hann í stórar, hv...

thumbnail
hover

Gott að vinna við sjávarútveg

Maður vikunnar á Auðlindinni að þessu sinni er einn okkar reyndustu skipstjóra á uppsjávarveiðum, síld, loðnu, makríl og kolmunn...

thumbnail
hover

Ferjan Akranes hefur siglingar milli Þorlákshafnar...

Vöruflutningaferjan Akranes, sem er í eigu Smyril Line hefur hafið siglingar milli Íslands, Færeyja og Danmerkur. Hún kemur til viðb...