Laxa carpaccio með ólífuolíu, balsamediki og rósapipar

Jæja, nú bjóðum við bara uppskrift að forrétti, aðalréttinn finnið þið í uppskriftasafni Auðlindarinnar. Þetta er einfaldur, þægilegur og sérstaklega bragðgóður réttur úr íslenskum laxi, líkast til úr eldi sem fer nú vaxandi á Vestfjörðum og Austfjörðum. Þar er að byggjast upp ný atvinnugrein sem er að veita fjölda fólks atvinnu og skjóta enn frekari stoðum undir útflutning landsins. Uppskriftin er fengin af netsíðunni fiskur í matinn, en henni er haldið úti af Norðanfiski. Verði ykkur að góðu.

Innihald:

  • 160 g lax
  • 1 tsk rósapipar
  • Chili-pipar úr kvörn
  • 8 msk jómfrúarolía
  • 2 msk balsamedik
  • 1 knippi steinselja
  • Salt og pipar
  • Sítrónubátar

Aðferð:

Skerið laxinn í 2 mm þykkar sneiðar, leggið á disk. Kryddið með rósapipar og chili-pipar. Blandið ólífuolíu og balsamediki vel saman og hellið yfir laxinn. Stráið steinseljunni yfir og berið fram með sítrónunni.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Ýsufnitzel

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa ýtt úr vör átaki fyrir aukinni fiskneyslu meðal landsmanna. Stofnuð hefur verið  heimasí...

thumbnail
hover

Hafró hækkar ráðleggingu í loðnu í...

Í framhaldi af niðurstöðum mælinga sem nú er nýlokið leggur Hafrannsóknastofnun til að ráðlagður loðnuafli á vertíðinni 202...

thumbnail
hover

Þurfti að taka gervifót hásetans í...

Maður þessarar viku er frá Stöðvarfirði en vinnur sem tæknistjóri hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað. Hann byrjaði á sjó á B...