-->

Leggja milljarða í eldi á laxi á landi

Norska fiskeldisfélagið Salmon Evolution hyggur á mikla fjárfestingu í nýju landeldi á laxi. Safnað hefur verið 258 milljónum norskra króna til framkvæmdanna, en það svarar til um 3,3 milljarða íslenskra króna. Eftir að nýja eldisstöðin verður komin í gagnið að fullu er gert ráð fyrir 36.000 tonna ársframleiðslu.

Notað verður sérstakt gegnumstreymis kerfi á á sjó við eldið. Þar sem náttúruleg afföll eru miklu minni í landeldi en í sjó, er rekstraröryggi talið gott og til dæmis verður ekkert um strok laxa úr landkvíum. Gert er ráð fyrir 9.000 tonna framleiðslu með fyrsta áfanga eldisstöðvarinnar.

Miðað við að framkvæmdir hefjist í vor, gætu fyrstu seiðin verið sett í kvíarnar á síðasta fjórðungi næsta árs og hægt verða að hefja slátrun um það bil ári seinna.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Kolmunnaskipin bíða skimunar

Kolmunnaskipin liggja enn í Norðfjarðarhöfn og bíða áhafnir þeirra eftir niðurstöðu skimunar fyrir Covid-19. Ráðgert er að hal...

thumbnail
hover

Lítil sókn í grásleppuna

Lágt afurðaverð hefur dregið úr sókn í grásleppuveiðar í upphafi vertíðar. Kínverjar kaupa enga grásleppu og hrognaverð er l...

thumbnail
hover

Fiskverð lækkar

Á fundi hagsmunasamtaka sjómanna og útvegsmanna, sem haldinn var 3. apríl 2020, var ákveðið að breyta viðmiðunarverði skv. kjara...