-->

Leggja milljarða í eldi á laxi á landi

Norska fiskeldisfélagið Salmon Evolution hyggur á mikla fjárfestingu í nýju landeldi á laxi. Safnað hefur verið 258 milljónum norskra króna til framkvæmdanna, en það svarar til um 3,3 milljarða íslenskra króna. Eftir að nýja eldisstöðin verður komin í gagnið að fullu er gert ráð fyrir 36.000 tonna ársframleiðslu.

Notað verður sérstakt gegnumstreymis kerfi á á sjó við eldið. Þar sem náttúruleg afföll eru miklu minni í landeldi en í sjó, er rekstraröryggi talið gott og til dæmis verður ekkert um strok laxa úr landkvíum. Gert er ráð fyrir 9.000 tonna framleiðslu með fyrsta áfanga eldisstöðvarinnar.

Miðað við að framkvæmdir hefjist í vor, gætu fyrstu seiðin verið sett í kvíarnar á síðasta fjórðungi næsta árs og hægt verða að hefja slátrun um það bil ári seinna.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Yfir 50 sóttu um tvö störf...

Síldarvinnslan auglýsti nýverið tvær stöður, rekstrastjóra uppsjávarfrystingar og rekstrastjóra útgerðar. Attentus-mannauður og...

thumbnail
hover

Samdráttur í útflutningi sjávarafurða

Útflutningsverðmæti sjávarafurða var rúmir 23,7 milljarðar króna í maí, sem er í samræmi við bráðabirgðatölur Hagstofunnar ...

thumbnail
hover

Fylgir ráðgjöf Hafró

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur gefið út reglugerð um leyfilegan heildarafla í íslenskri...