-->

Leggja til 19.000 tonna aukningu í þorski

Hafrannsóknastofnun leggur nú til aukningu á veiðum á fjórum helstu nytjategunda botnfisks hér við land, þorski, ýsu, ufsa og gullkarfa á næsta fiskveiðiári. Auk þess leggur stofnunin til aukningu á veiðum á síld. Fari stjórnvöld að þessum ráðleggingum um hæfilegan hámarksafla skilar viðbótin milljörðum króna í auknum verðmætum af útfluttum fiskafurðum.
Samkvæmt aflareglu sem er í gildi fyrir þork, 20% afla af viðmiðunarstofni,  er lagt til að hámarksafli verið 215.000 tonn, sem er aukning um 19.000 tonn frá þessu fiskveiðiári. Ýsuafli verði 38.000 tonn, sem er aukning um 6.000 tonn og að ekki verið veitt meira en 57.000 tonn af ufsa, sem er 8.000 tonna aukning. Gullkarfaaflann má auka um 7.000 og verði hann að márki 52.000 tonn.
Athygli vekur að stofnunin leggur til að hámarksafli af íslenskri sumargotssíld verði 87.000 tonn, sem er 20.000 tonna aukning frá þessu ári. Það er þrátt fyrir mikinn síldardauða í Kolgrafafirði í vetur og sýkingu í síldarstofninum undanfarin ár. Hún er nú í rénun.
Staða þorskstofnsins er nú mun betri en hún hefur verið undanfarin ár og með sama áframhaldi má gera ráð fyrir að leyfilegur heildarafli geti verið orðinn um 250.000 tonn árið 2017.  Þó árgangar hafi verið slakir undanfarin ár eða um eða undir meðallagi, endast ágangarnir betur í veiðistofninum og hluttfall eldri fisks fer vaxandi. Hrygningarstofninn hefur þrefaldast á undanförnum árum og viðmiðunarstofn aldrei verið stærri.