-->

Leggja til 289.000 tonna þorskkvóta

Landssamband smábátaeigenda hefur sent Kristjáni Þór Júlíussyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra tillögu sína um leyfilegan heildarafla í þorski.  Ráðherra er þar hvattur til að heimila 289 þúsund tonna afla á næsta fiskveiðiári sem 6% meira en Hafrannsóknastofnun ráðleggur.

LS byggir tillögu sína á að veiðistofn á árinu 2018 hafi mælst hærri en spáð var á síðasta ári.  Ráðlagður heildarafli á árinu hefði því verið lægri en 20% aflaregla reiknaði.  Hér væri því um leiðréttingu að ræða sem ráðherra bæri að taka tillit til þegar hann ákveður leyfilegan heildarafla.

Í bréfi LS til ráðherra er tæpt á mörgum þáttum sem styðja tillög LS og þar m.a. komið inn á mikilvægi þess fyrir þjóðarbúið.

„Í þeim ólgusjó sem blasir við í þjóðarbúinu munar um allt sem gefur því auknar tekjur.  Velta þarf við hverjum steini.  Ákvörðun um leyfilegan heildarafla í þorski varðar gríðarlega hagsmuni.  Þorskurinn trónir yfir aðrar tegundir í aflaverðmætum (49% á síðasta ári) og er undirstaða sjávarútvegs á Íslandi.“

Sjá bréf LS til ráðherra    Heildarafli í þorski 2019-2020 – tillaga LS.pdf

 

 

Attachments

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Ljúffeng lúða

Lúða er ljúffengur fiskur, sem elda má á ótal vegu og alltaf er hún góð svo fremi sem hún sé fersk. Hér kemur uppskrift sem er b...

thumbnail
hover

Byrjaði 15 ára á Barða NK

Maður vikunnar er Norðfirðingur. Einn af aflasælustu skipstjórum landsins, sem mokar upp kolmunna, makríl, síld og loðnu, þegar kv...

thumbnail
hover

Ólafur Marteinsson nýr formaður SFS

Ólafur Marteinsson, framkvæmdastjóri Ramma hf. á Siglufirði var kjörinn formaður stjórnar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi á a...