-->

Leggja til 289.000 tonna þorskkvóta

Landssamband smábátaeigenda hefur sent Kristjáni Þór Júlíussyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra tillögu sína um leyfilegan heildarafla í þorski.  Ráðherra er þar hvattur til að heimila 289 þúsund tonna afla á næsta fiskveiðiári sem 6% meira en Hafrannsóknastofnun ráðleggur.

LS byggir tillögu sína á að veiðistofn á árinu 2018 hafi mælst hærri en spáð var á síðasta ári.  Ráðlagður heildarafli á árinu hefði því verið lægri en 20% aflaregla reiknaði.  Hér væri því um leiðréttingu að ræða sem ráðherra bæri að taka tillit til þegar hann ákveður leyfilegan heildarafla.

Í bréfi LS til ráðherra er tæpt á mörgum þáttum sem styðja tillög LS og þar m.a. komið inn á mikilvægi þess fyrir þjóðarbúið.

„Í þeim ólgusjó sem blasir við í þjóðarbúinu munar um allt sem gefur því auknar tekjur.  Velta þarf við hverjum steini.  Ákvörðun um leyfilegan heildarafla í þorski varðar gríðarlega hagsmuni.  Þorskurinn trónir yfir aðrar tegundir í aflaverðmætum (49% á síðasta ári) og er undirstaða sjávarútvegs á Íslandi.“

Sjá bréf LS til ráðherra    Heildarafli í þorski 2019-2020 – tillaga LS.pdf

 

 

Attachments

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Lítil frávik í íshlutfalli

Fiskistofa birtir hér niðurstöður vigtunar m.t.t. íshlutfalls hjá þeim vigtunarleyfishöfum þar sem veiðieftirlitsmenn Fiskistofu h...

thumbnail
hover

Rækjuveiðar hafnar í Djúpinu

Rækjuveiðin í Ísafjarðardjúpi hófst í síðustu viku. Halldór Sigurðsson ÍS fór þrjá róðra og að sögn Alberts Haraldssonar...

thumbnail
hover

Úthlutun byggðakvóta fyrir Flateyri frestað

Byggðastofnun hefur ákveðið að fresta úthlutun aflamarks á Flateyri og veita umsækjendum færi á því að uppfæra umsóknir. Ákv...