Leggja til meiri kvóta af alaskaufsa

Deila:

Fiskveiðinefnd Norður-Kyrrahafsins hyggst leggja til að leyfilegur heildarafli af alaskaufsa verði 1.425.000 tonn í austanverðu Beringshafi á næsta ári.  Kvótinn á þessu ár er 1.397.000 tonn og verður því um 2% aukningu að ræða.

Þessi tillaga rúmast innan þeirra tveggja milljóna tonna heildaraflamarka fyrir botnfisktegundir í austanverðu Beringshafi.

Þá leggur nefndin til 4% lækkun á kvóta fyrir kyrrahafsþorsk þannig að hann verði 141.799 tonn.

Stofn alaskaufsans er á niðurleið  og er talið að sú þróun haldi áfram á næstu tveimur árum.

 

 

Deila: