Leita sjómanna til að veiða rusl

Deila:

Færeyska gagnaveitan Fishfacts hefur verið beðin um að útvega 2 til 3 menn til að veiða plast á hafsvæðinu milli Hawaii og San Francisco.  Það er framtakið Ocean Cleanup Project, stendur að þessari hreinsun á svæðinu sem gengur undir nafninu „the Great Pacific Garbage Patch” sem á íslensku gæti heitið hinn mikli ruslahaugur Kyrrahafsins.

Gert er ráð fyrir nokkuð þægilegum vinnuaðstæðum, þar sem unnið í sex vikur og sex vikur í fríi auk 5 til 6 ferðadaga hvora leið að sögn Hanusar Samró framkvæmdastjóra Fishfacts.

„Þrátt fyrir að í leiðangrinu verði siglt frá Viktoríu í Bresku Kólumbíu í Kanada þurfa leiðangursmenn ekki að verja sig fyrir kulda og kalsárum, heldur að pakka niður sólarvörn og hverju því sem getur varið þá fyrir sólsting,“ segir Hanus.

Til að byrja með verður verkefnið í gangi þar til í ágúst í ár, en verður þó líkast til framlengt fram í desember.

Skilyrði fyrir ráðningu eru eru reynsla af fiskveiðum, reynsla af trolli og bætingum á trolli. Laun verða samkvæmt samkomulagi. Umsókn með starfsferli má senda á netfangið til hs@fishfacts.fo.

Deila: