Lestarkerfi sett upp í Björgu EA 7

118
Deila:

Kjartan Vilbergsson yfirvélstjóri á Björgu er ángæður með nýja lestarkerfið.

„ Lestarkerfið bætir alla vinnuaðstöðu fyrir hásetana en það bæði auðveldar okkur vinnuna og eykur öryggi til muna. Það er mikill kostur að kerfið er einfalt og skilvirkt. Við fórum með kerfið nýtt út í brælutúr og það gekk hnökralaust“ segir Kjartan í spjalli við heimasíðu slippsins

Á meðan að uppsetningu lestarkerfisins stóð sinntu starfsmenn Slippsins öllu almennu viðhaldi á skipinu. Sett var upp krapakerfi í skipinu og gerðar minni háttar breytingar fremst á vinnsluþilfari til að aðlaga vinslubúnaðinn nýja lestarkerfinu og kerunaraðstöðunni. Skipið var jafnframt tekið upp í flotkví, það málað og aðalvél tekin upp.

Verkefni sem þessi, þ.e.a.s. þar sem saman fer almennt viðhald og breytingar á fiskiskipi auk endurnýjunar á vinnslubúnaði þess, eru að verða æ algengari hjá okkur í Slippnum enda búa starfsmenn fyrirtækisins yfir mikilli reynslu og þekkingu á þessu sviði.

 

Deila: