-->

Liðkað fyrir makrílveiðum Færeyinga við Noreg

Jacob Vestergaard, sjávarútvegsráðherra Færeyja hefur breytt reglugerð um veiðar færeyskra uppsjávarveiðiskipa innan lögsögu Noregs þannig að takmarkanir á veiðunum falla úr gildi.

Samkvæmt breytingunni geta útgerðir skipanna nú veitt makríl innan lögsögu Noregs án takmarkana uns hámarki sem er í gildi er náð, en það er 83.524 tonn. Með þessu móti aukast líkur á því að færeyskar útgerðir geti nýtt heimildir sína til makrílveiða innan norsku lögsögunnar.

Miðað við aflabrögð hingað til  er hins vegar ólíklegt að Færeyingar geti fullnýtt sér heimildir sínar í norsku lögsögunni.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Brottkast – viðvarandi verkefni

„Á líðandi ári varð veruleg fjölgun mála hjá Fiskistofu er varða brottkast og rekja má fjölgunina til þess að eftirlit var b...

thumbnail
hover

Lítið um hrygningu loðnu fyrir Norðurlandi...

Ætla má að lítið magn að loðnu hafi hrygnt á grunnslóð fyrir Norðurlandi í sumar. Vísbendingar eru um að meira af loðnu hafi ...

thumbnail
hover

Ísleifur VE dró Kap VE til...

Aðalvélin í Kap VE bilaði þegar skipið var á loðnumiðum fyrir norðaustan landið á mánudag. Annað skip frá Vinnslustöðinni, ...