-->

Lifnar yfir kóralrifinu mikla

Vísindamenn sem fylgjast með Kóralrifinu mikla undan ströndum Ástralíu fagna nú að það stendur í blóma eftir ítrekuð fölnunartímabil sem ógnuðu lífi stórs hluta þess. Hrygningartímabil hófst í gærkvöldi sem gæti staðið í tvo til þrjá daga. Frá þessu er greint á visir.is

Kóralar eru afar viðkvæmir fyrir hitasveiflum í hafinu. Við viðvarandi hlýindi losa kóralar sig við þörunga sem lifa í sambýli við þá og fölna. Þeir drepast á endanum fái þeir ekki tækifæri til að jafna sig.

Stórir fölnunaratburðir hafa átt sér stað í Kóralrifinu mikla, því stærsta á jörðinni, vegna óvenjumikilla hlýinda í hafinu árið 2016, 2017 og í fyrra. Fölnunin skemmdi allt að tvo þriðju hluta rifsins sem nær yfir um 348.000 ferkílómetra svæði.

Í gærkvöldi urðu vísindamenn varir við það að kóralarnir hefðu losað sáðfrumur og egg sem geta myndað milljarða afkvæma út í Kyrrahafið undan ströndum borgarinnar Cairns í Queensland í Ástralíu. Kóralar eru flestir tvíkynja.

„Það er ánægjulegt að sjá rifið fæða. Þetta er sterk vísbending um að visthæfni þess sé enn til staðar og virk eftir að það hefur verið að jafna sig í meira en átján mánuði,“ segir Gareth Phillips, sjávarlíffræðingur hjá ferðaþjónustufyrirtækinu Reef Teach, við AP-fréttastofuna.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Brottkast – viðvarandi verkefni

„Á líðandi ári varð veruleg fjölgun mála hjá Fiskistofu er varða brottkast og rekja má fjölgunina til þess að eftirlit var b...

thumbnail
hover

Lítið um hrygningu loðnu fyrir Norðurlandi...

Ætla má að lítið magn að loðnu hafi hrygnt á grunnslóð fyrir Norðurlandi í sumar. Vísbendingar eru um að meira af loðnu hafi ...

thumbnail
hover

Ísleifur VE dró Kap VE til...

Aðalvélin í Kap VE bilaði þegar skipið var á loðnumiðum fyrir norðaustan landið á mánudag. Annað skip frá Vinnslustöðinni, ...