-->

Lítið um hrygningu loðnu fyrir Norðurlandi í sumar

Ætla má að lítið magn að loðnu hafi hrygnt á grunnslóð fyrir Norðurlandi í sumar. Vísbendingar eru um að meira af loðnu hafi hrygnt árin áður. Þetta meðal niðurstaðna úr rannsóknarleiðangri Hafró í sumar. Þá voru smábátar notaðir við bergmálsmælingar.

Aflað var upplýsinga um magn, ástand og framvindu hrygningar loðnu fyrir norðan Ísland að sumarlagi 2021. Megin hrygning loðnu við Ísland fer fram við suður- og vesturströndina í mars-apríl en vitað var að í gegnum tíðina hefur loðna hrygnt fyrir norðan land fram eftir sumri þó upplýsingar hafi vantað um útbreiðslu og umfang.

Smábatar voru notaðir við bergmálsmælingar, sýnatöku og myndatöku en jafnframt var um að ræða tilraunaverkefni í þeirri aðferðafræði. Farið var í fjóra leiðangra á tveimur smábátum í Eyjafjörð, Skjálfandaflóa, Axarfjörð og Þistilfjörð í maí og júní 2021. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið styrkti verkefnið sem hluta fjárfestingaátaks Alþingis vegna heimsfaraldurs kórónuveiru.

Lífmassi kynþroska loðnu mældist samtals 505 tonn í bergmálsmælingunum. Því má ætla að ekki hafi mikið magn loðnu gengið til hrygningar á viðkomandi svæðum fyrir norðan land á þeim tíma sem rannsóknin fór fram. Einhver hrygning átti sér stað fyrir norðan land að minnsta kosti fram í júní en um var að ræða mjög lítið magn ef miðað er við stærð hrygningarstofns loðnu við Ísland og má því ætla að um óverulegt framlag til heildarstofnsins hafi verið að ræða. Vísbendingar eru um að loðnugengd á umræddum svæðum hafi hugsanlega verið meiri undanfarin ár. Sýnt var fram á að hægt er að nota smábáta með réttan búnað í slíkar rannsóknir en skoða þarf göngur og hrygningu loðnu með þessum hætti í nokkur ár til að meta breytileika í göngum og skilja í samhengi við t.d. ástandið í hafinu.

Höfundur skýrslu er Birkir Bárðarson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun.

Smelltu á hlekk til að opna skýrslu

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Mast heimilar eldi á sæeyrum í...

Í samræmi við reglugerð nr. 1133/2021 hefur Matvælastofnun ákveðið að skrá Sæbýli rekstur ehf. með fiskeldi í Grindavík. Um...

thumbnail
hover

Gat á kví við Vattarnes –...

Matvælastofnun barst tilkynning frá Löxum Fiskeldi fimmtudaginn 20. janúar um gat á nótarpoka einnar sjókvíar Laxa við Vattarnes í...

thumbnail
hover

„Norðlendingur“ fyrir austan. Enginn frá borði...

Kaldbakur EA 1 – togari Útgerðarfélags Akureyringa – landaði 110 tonnum á Akureyri í gærmorgun, uppistaða aflans var þo...