Loðnubrestur þriðja árið í röð?

108
Deila:

Hafrannsóknastofnun metur stöðu loðnustofnsins þá að ekki sé ástæða til að breyta ráðgjöf frá því í desember síðastliðnum um að hámarksafli fari ekki yfir 21.800 tonn. Það stefnir því í loðnubrest þriðja árið í röð. Niðurstaða leiðangurs frá því í haust, var var sú að mæla með loðnuveiðibanni í vetur, en mælingar á ungloðnu á síðasta ári gáfu tilefni til útgáfu á 170.000 kvóta. Þess ber að geta að ekki náðist í nýafstöðnum loðnuleiðangri að mæla á stóru svæði í Grænlandssundi vegna íss. Fyrirhugað er að endurtaka mælingar þegar aðstæður leyfa með tilliti til hafíss, veðurs og útbreiðslu loðnu.

„Hafís náði yfir stóran hluta rannsóknasvæðis og sýnt þykir að mun minna magn mældist af loðnu en í desember síðastliðinn. Verið er að vinna úr gögnum og stofnmat liggur ekki fyrir en engu að síður er orðið ljóst að ekki verði breyting á ráðgjöf sem byggði á mælingu í desember,“ segir í frétt frá Hafró.

Rannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson munu geta lagt í leiðangur með stuttum fyrirvara og í kjölfarið verður metin þörf á mögulegri aðkomu fleiri skipa.

Í frétt Hafró eftir leiðangurinn í desember sagði svo: „Mælingarnar fóru fram við ágætis skilyrði en hafís í Grænlandssundi takmarkaði yfirferð norðvestan við land. Vestan til var aðallega ungloðnu að sjá en á austari hluta yfirferðasvæðisins var nær eingöngu fullorðin loðna. Stærð hrygningarstofnsins mældist 487,4 þúsund tonn. Ráðgjöf um aflamark byggist á því að 95% líkur séu á að hrygningarstofninn í mars verði yfir 150 000 tonnum að teknu tilliti til afráns. Samkvæmt því leiðir þessi mæling til veiðiráðgjafar upp á 21 800 tonn veturinn 2020/21 og kemur í stað fyrri ráðgjafar frá því í október um engan afla:

Deila: