Loðnunni landað víða

Deila:

Skip Síldarvinnslunnar og tengdra fyrirtækja landa loðnu víða þessa dagana. Má nefna að Barði NK landaði á Akranesi og mun væntanlega verða aftur á miðunum í dag. Polar Amaroq landaði í Vestmannaeyjum á laugardag og Polar Ammasak hélt til Færeyja með fullfermi. Börkur NK kom til Neskaupstaðar með 2655 tonn og fór hluti af þeim afla til manneldisvinnslu. Lengst allra sigldi þó Beitir NK með afla, en hann landaði 3061 tonni í Vedde í nágrenni Álasunds í Noregi. Að sögn Herberts Jónssonar stýrimanns gekk vel að landa úr skipinu og lagði það af stað á miðin á ný klukkan fimm í gærmorgun. Getur Beitir væntanlega hafið veiðar á miðvikudagsmorgun.

Fjögur norsk loðnuskip eru komin á miðin norðaustur af landinu en hafa lítið fengið enn sem komið er. Norsku skipin veiða í nót og hefur loðnan staðið of djúpt til að unnt sé að ná henni í nótina.
                    Beitir NK landaði loðnu í Noregi. Ljósm. Þorgeir Baldursson

Deila: