-->

Loðnuskipin nánast öll í höfn

Það er mikið líf í austfirskum höfnum þessa dagana. Erlend loðnu skip i flestum stærri höfnum eins og komið hefur fram í fréttum undanfarið. Það hefur verið bræla á miðunum og litla sem enga loðnu að sjá. Þannig að flest skipanna hafa leitað hafnar og bíða frétta en væntanlega fer þetta nú að lagast. Alls er talið að um 25 erlend skip séu i höfnum austanlands og Hafróskipið Árni Friðriksson RE 200 liggur á Akureyri. 

Á meðfylgjandi mynd er norska skipið Malene S á leið til hafnar i Neskaupsstað í gær og Hákon EA á leið út. Myndin er fengin af skipamyndasíðu Þorgeirs Baldurssonar.