Halldór Nellett er nú í lokaferð sinni sem skipherra á varðskipinu Þór en skipið lét úr höfn í Reykjavík fyrir helgi. Þegar varðskipin Þór og Týr mættust á ytri höfninni þeytti áhöfnin á Tý flautuna Halldóri til heiðurs. Ferill Halldórs hjá Landhelgisgæslunni er glæsilegur en hann spannar tæp 50 ár.
Halldór hóf störf sem messi á varðskipinu Ægi árið 1972 og tók þátt í tveimur þorskastríðum. Þá hefur hann starfað sem stýrimaður til fjölda ára á skipum og loftförum Landhelgisgæslunnar.
Hann fór í jómfrúarferð sína sem skipherra árið 1992 en hefur verið fastráðinn skipherra frá árinu 1996.
Tengdar færslur
Fizza
Samkvæmt könnun sem Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi létu gera vilja margir landsmenn borða meira af fiski. En svo virðist sem fó...
Skrýtið að þjóna til altaris
Maður vikunnar nú er fæddur Gaflari en á báðar ættir að rekja norður. Hann býr á Eskifirði en vinnur á Seyðisfirði. Hann hefu...
Vill allt að 50.000 tonna fiskeldi...
„Fiskeldið er nú þegar einn af burðarásum atvinnulífsins og svo verður í framtíðinni, það er engin spurning. Starfsemi fiskeld...