Lúða í hvítlauks- og smjörsósu

297
Deila:

Í tilefni sjómannadags er tilvalið að bjóða upp á góðan fiskrétt. Þessi er einfaldur í matreiðslu, en virkilega bragðgóður og hollur. Við mælum með lúðu í réttinn, en auðvitað má nota þorsk, ýsu, ufsa, steinbít og svo framvegis, jafnvel lax eða silung.

Innihald:

800g lúða, eða annar hvítur fiskur að eigin vali
salt
nýmalaður svartur pipar
½ tsk. cayenne pipar
3 msk. hveiti
3 msk. matarolía
1 sítróna skorin í báta

Hvítlaukssósa:

5 msk. smjör
4 hvítlauksgeirar, marðir
1 msk. sítrónusafi
1 msk. steinselja, söxuð

Aðferðin:

Skerið fiskinn fremur smá bita og kryddið hann með salti, svörtum pipar og cayenne pipar, veltið þeim upp úr hveitinu og leggið þá til hliðar.
Bræðið smjörið og steikið hvítlaukinn í því. Þegar hann er farinn að verða gullinn, er sítrónusafanum og steinseljunni hrært saman við. Lækkið hitann og haldið sósunni volgri.

Hitið matarolíuna á pönnu upp að rúmlega miðlungshita. Steikið fiskinn í áföngum ef pannan er ekki nógu stór, uns bitarnir eru orðnir gullnir á báðum hliðum. Færið fiskinn upp á smjörpappír til að láta mestu olíuna renna af þeim. Færið þá fiskinn upp á fjóra diska og jafnið sósunni yfir þá. Berið fram með sítrónubátunum, soðnum hrísgrjónum og fersku salati að eigin vali.

Deila: