Lúða í smjördeigi

Fjölbreytni í matargerð er af hinu góða. Og hún er svo sannarlega auðveld í fiskinum. Möguleikarnir er óteljandi og nú prufum við að matreiða smálúðu í smjördegi. Vissulega má nota hvaða fisk sem er í þennan rétt en að okkar mati hentar smálúðan betur en flestar aðrar fisktegundir.

Innihald:

1 límóna

1 egg

1 msk. mjólk

2 msk. kóreander

2 geirar hvítlaukur, marðir

1 msk. ólífuolía

600g smálúðuflök, skorin í bita

2 msk. hveiti

salt

svartur nýmalaður pipar

1 pakkning af smjördeigi

Aðferðin:

Hitið ofninn í 180 gráður. Raspið börkinn af límónunni og kreistið safann úr henni. Sláið eggið og mjólkina saman í skál með gaffli.

Blandið límónusafa, límónuberki, kóreander, hvítlauk og olíu saman í annarri skál. Setjið lúðubitana út í blönduna og veltið þeim vel í henni og látið liggja um stund. Kryddið fiskinn með salti og pipar.

Dreifið smá hveiti á eldhúsborðið og leggið deigplöturnar í hveitið og fletjið þær út í 8 plötur, 10 x 15 sentímetra. Jafnið fiskblöndunni á 4 plötur og penslið barmana með egginu. Lokið „pakkanum“ með hinum plötunum og þrýstið á barmana með gaffli til að mynda smá mynstur.

Leggið „pakkana“ ofan á smjörpappír í eldföstu móti. Bakið í 20 mínútur eða þar til deigið er orðið gullið. Látið „pakkana“ síðan kólna í 3-5 mínútur á smjörpappír eða rist.

Berið réttinn fram með salsasósu, sýrðum rjóma, guacamole, fersku salati og eða söxuðum rauðlauk.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Litun á laxholdi með náttúrulegum Litarefnum

Lokið er AVS verkefninu „Litun á Laxholdi með náttúrulegum Litarefnum“ og hefur lokaskýrsla verkefnisins nú verið gefin út. ...

thumbnail
hover

Gott úthald rannsóknaskipanna

Þrátt fyrir mjög krefjandi ytri aðstæður vegna Covid faraldursins hafa rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar komist í alla rannsókna...

thumbnail
hover

Samstaðan er okkar sterkasta vopn

Þorlákur Halldórsson, fráfarandi formaður Landssambands smábátaeigenda brýnir félaga sína til samstöðu gegn frumvörpum sjávar...