Makrílskipin halda í Smuguna á ný

89
Deila:

Makrílskipin hafa undanfarna daga leitað makríls í íslenskri lögsögu austur af landinu en lítið hefur fundist af veiðanlegum makríl. Þá hefur veðrið ekki verið hagstætt. Bjarni Ólafsson AK kom til Neskaupstaðar á fimmtudagskvöld  með 220 tonn af heimamiðum og í gær var landað 250 tonnum úr Beiti NK. Fiskurinn er stór og fallegur og er allur heilfrystur.

Nú hafa skipin tekið stefnuna í Smuguna á ný og Börkur NK og Vilhelm Þorsteinsson EA hafa hafið veiðar þar. Polar Amaroq er í Smugunni og fékk 200 tonna hol á föstudagsmorgun, en hann vinnur aflann um borð.

Deila: