Makrílvertíð að ljúka

Deila:

Makrílvertíð er nú að ljúka. Stóru skipin eru farin að snúa sér að veiðum á norsk-íslenskri síld og smábátarnir hættir veiðum. Aflinn er nú um 120.000 tonn og því um 31.000 tonn óveidd af leyfilegum heildarkvóta þessa árs samkvæmt aflastöðulista Fiskistofu.

41 smábátur landaði afla á vertíðinni og fóru 7 þeirra yfir 100 tonnin. Það eru Brynja SH með 145 tonn. Júlli Páls SH er með 140 tonn, Fjóla GK með 131, Siggi Bessa SFG með 126, Addi Afli GK með 125, Tryggvi Eðvarðs SH með 109 og Guðrún Petrína GK með 107 tonn.  Afli smábátanna er nú samtals um 2.000 tonn.

Um tveir tugir uppsjávarveiðiskipa hafa stundað veiðarnar nú. Víkingur AK er aflahæstur með 9.270 tonn samkvæmt aflastöðulistanum. Næst kemur Hoffell SU með 8.650 tonn, þá Huginn VE með 8.610, Venus NS með 8.570 tonn og Margrét EA með 8.100 tonn.

Deila: