Málefni hafsins til umræðu

Loftslagsmál, grænar orkulausnir, málefni hafsins og heilbrigðismál voru á meðal fundarefna á þriggja daga haustfundi embættismannanefndar Norðurskautsráðsins (e. Senior Arctic Officials Plenary) sem lauk í gær. Fundarefnin voru í samræmi við formennskuáherslur Íslands í ráðinu en til umræðu var einnig ráðherrafundur Norðurskautsráðsins sem halda á í maí 2021. Þar taka Rússar við formennskukeflinu af Íslendingum.

Stjórnarfundur embættismannanefndar ráðsins (e. Senior Arctic Officials Executive) fór fram í síðustu viku og fóru báðir fundir fram með blönduðum hætti vegna heimsfaraldursins.

Á fundum embættismannanefndarinnar ræddu Einar Gunnarsson, sendiherra og formaður embættismannanefndar Norðurskautsráðsins, Magnús E. Jóhannesson, sérlegur ráðgjafi um málefni norðurslóða og Mary Frances Davidson frá Sjávarútvegsskóla GRÓ, niðurstöður veffundaraðar um málefni hafsins við fulltrúa embættismannanefndar Norðurskautsráðsins og fulltrúa frumbyggjasamtaka á norðurslóðum. Fundararöðin stóð frá 29. september til 29. október og fóru fundirnir fóru fram alla fimmtudaga þar sem að jafnaði 100-150 manns fylgdust með. Sérfræðingar víðs vegar um heim fluttu erindi og tóku þátt í umræðum en yfirskrift fundaraðarinnar var Senior Arctic Officials’ based Marine Mechanism (SMM).

Nóg annað hefur verið á dagskrá á vettvangi norðurslóða að undanförnu.

Þriggja daga haustfundur vinnuhóps Norðurskautsráðsins um sjálfbæra þróun (e. Sustainable Development Working Group) var haldinn dagana 26.-28.október og auka stjórnarfundir 16. október og 4. nóvember. Á fundunum var farið yfir framgang þeirra fjölmörgu verkefna sem unnin eru á vettvangi vinnuhópsins, svo sem á sviði á sviði umhverfismála, félagsmála, heilbrigðismála og sjálfbærrar auðlindanýtingar. Þá gekk vinnuhópurinn frá skýrslu sinni um viðbrögð við COVID-19 faraldrinum á norðurslóðum, en hópnum var falið af embættismannanefnd Norðurskautsráðsins að skila tillögum um viðbrögð Norðurskautsráðsins við faraldrinum fyrir fund embættismannanefndarinnar nú í vikunni. Stefán Skjaldarson, sendiherra, er formaður vinnuhópsins í formennskutíð Íslands.

  1. október fór fram fyrsti fjarviðburðurinn undir yfirskriftinni Samtal um norðurslóðir. Um er að ræða röð viðburða sem Rannsóknasetur um Norðurslóðir við Háskóla Íslands, Norðurslóðanet Íslands og Vestnorræna ráðið í samstarfi við Norrænahúsið, formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu og Hringborð Norðurslóða standa fyrir haustið 2020. Efni viðburðanna endurspegla formennskuáherslur Íslands og fjalla um málefni tengd samvinnu, samfélögum á norðurslóðum, heilsu og orkumál.
  2. október voru drög að niðurstöðum úr verkefni vinnuhóps Norðurskautsráðsins um sjálfbæra þróun um bláa lífshagkerfið á norðurslóðum (2019-2020) rædd. Umræðurnar fóru fram á vinnustofu um bláa lífhagkerfið.

Þessa dagana stendur svo yfir veffundaröð undir yfirskriftinni Arctic Resilience Forum 2020. Fundaröðin hófst 7.október síðastliðinn og lýkur í janúar 2021. Veffundarröðin er haldin af formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu og skipulögð í sameiningu af vinnuhópi Norðurskautsráðsins um sjálfbæra þróun og Arctic Initiative við Harvard Kennedy School’s Belfer Center.

Þá hefur Einar Gunnarsson einnig reglulega átt óformlega fundi með frumbyggjum og fulltrúum embættismannanefndar Norðurskautsráðsins í svokölluðu kaffispjalli formennskunnar. Kaffispjallið er skemmtileg stafræn lausn til að bæta upp fyrir skort á óformlegu spjalli sem fylgdi fundum og ráðstefnum áður en kórónuveiran kom til sögunnar.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Fizza

Samkvæmt könnun sem Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi létu gera vilja margir landsmenn borða meira af fiski. En svo virðist sem fó...

thumbnail
hover

Skrýtið að þjóna til altaris

Maður vikunnar nú er fæddur Gaflari en á báðar ættir að rekja norður. Hann býr á Eskifirði en vinnur á Seyðisfirði. Hann hefu...

thumbnail
hover

Vill allt að 50.000 tonna fiskeldi...

„Fiskeldið er nú þegar einn af burðarásum atvinnulífsins og svo verður í framtíðinni, það er engin spurning. Starfsemi fiskeld...