Manni bjargað af báti í nótt

89
Deila:

Mannbjörg varð í nótt er sjómanni á litlum fiskibát var komið til bjargar rétt norðan við Voga á Vatnsleysuströnd eftir að hann varð vélarvana og rak hratt að landi. Björgunarsveitir af Suðurnesjum ásamt togaranum Sóley Sigurjóns GK náðu að koma taug yfir í bátinn og draga hann frá við vægast sagt ömurlegar aðstæður sakvæmt frétt á fésbókarsíðu Björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík.

Þar sem sjómaðurinn á fiskibátnum var orðinn örmagna vegna sjólags og vinnu við að draga taugar á milli báta náðum við að koma einum manni frá okkur yfir til hans til þess að aðstoða hann þar til í land yrði komið. Ákveðið var að fara til Hafnarfjarðar með bátinn og eru okkar menn að tínast í hús um þessar mundir.
Myndbandið er tekið um borð í björgunarbátnum Hjalta Frey frá Grindavík og nær vonandi að gefa fólki smá innsýn í aðstæður næturinnar.

https://www.facebook.com/bjorgunarsveitinthorbjorn/videos/125384385518082/?q=bj%C3%B6rgunarsveitin%20%C3%BEorbj%C3%B6rn&epa=SEARCH_BOX

 

Deila: