Marel: Þróun tilboða og verðbils í útboði

Deila:

Með tilvísun í tilkynningu félagsins frá 28. maí 2019 um birtingu lýsingar og upphaf tilboðstímabils (e. bookbuilding period) og áskriftartímabils (e. application period), hefur Marel (með Euronext/Nasdaq Iceland auðkennið: MAREL) fengið þær upplýsingar frá alþjóðlegum umsjónaraðilum útboðsins að  tilboð og áskriftir hafi borist fyrir fullum fjölda þeirra hluta sem boðnir eru til sölu í útboðinu, að meðtöldum valrétti til að mæta umframeftirspurn, á hvaða verði sem er innan hins leiðbeinandi verðbils (e. throughout the indicative price range).

Eins og áður hefur komið fram er áætlað að áskriftartímabili í almenna útboðinu ljúki þann 5. júní 2019 kl. 15:30 að íslenskum tíma og að tilboðstímabili í lokaða útboðinu ljúki þann 6. júní 2019 kl. 11:00 að íslenskum tíma.

Alþjóðlegir umsjónaraðilar (e. Joint Global Coordinators) útboðsins og skráningarinnar í Euronext kauphöllina í Amsterdam eru Citi og J.P. Morgan. Sameiginlegir sölutryggjendur (e. Joint Bookrunners) eru ABN Amro, ING og Rabobank. Sameiginlegir aðalumsjónaraðilar (e. Joint Lead Managers) og umsjónaraðilar almenns útboðs á Íslandi eru Arion banki og Landsbankinn. Sameiginlega er vísað til umsjónaraðila, sameiginlegra sölutryggjenda og aðalumsjónaraðila sem „umsjónaraðilanna“. STJ Advisors eru óháðir fjármálaráðgjafar Marel í tengslum við útboðið og skráninguna í Euronext í Amsterdam.

 

Deila: