Margt spennandi og áhugavert

130
Deila:

Maður vikunnar að þessu sinni er Hornfirðingur, sem vinnur fyrir Samherja. Hún hefur mikinn áhuga á hreyfingu og Crossfit og er nýlega farin að fá áhuga á að prjóna og Hekla.o

Nafn:

Þórhildur Sigurðardóttir

Hvaðan ertu?

Höfn í Hornafirði.

Fjölskylduhagir?

Einhleyp.

Hvar starfar þú núna?

Ég vinn hjá Samherja hf. á fjármálasviði.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Ég byrjaði að vinna í sjávarútvegi sumarið eftir 10.bekk, árið 2010 í Skinney Þinganesi hf.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Það er margt svo spennandi og áhugavert við íslenskan sjávarútveg en ætli það sé ekki bara að sjá og að fá að upplifa þá þróun á tækni, vélum og búnaði sem er og hefur verið undanfarin ár í fiskvinnslum og fiskveiðum.

En það erfiðasta?

Í lífinu koma alltaf upp vandamál en ef maður lítur á þau sem verkefni sem þarf að leysa þá er lausnin yfirleitt ekki langt undan.

 Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Ekkert sem kemur upp í hugann.

 Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Í gegnum tíðina hafa verið margir skrautlegir vinnufélagar en engin sem stendur sérstaklega upp úr.

 Hver eru áhugamál þín?
Ætli mitt helsta áhugamál sé ekki hreyfing, þá helst Crossfit og hjólreiðar. Undanfarið ár hef ég líka verið að reyna telja mér trú um að mér finnist fjallgöngur skemmtilegar en það gengur hægt og illa. Nýlega er ég einnig búin að fá áhuga á að prjóna og hekla. Svo bara þetta sama og flestir aðrir, samvera með vinum og fjölskyldu sem og að ferðast bæði innan og utanlands.

 Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Heimabökuð pizza

Hvert færir þú í draumfríið?

Draumafríið væri eitthvert í sól og hita í góðum félagsskap og allar áhyggjur væru skildar eftir heima.

 

Deila: