-->

Marport með útibú í Suður-Afríku

Marport hefur opnað útibú í Höfðaborg í Suður-Afríku undir nafninu Marport South Africa. Allar vörulínur fyrirtækisins verða í boði í þessum heimshluta svo sem aflanemar, veiðarfæranemar, „sónarar“, bergmálsmælar og fleira.

Framkvæmdastjórinn Craig Santer, sem gekk til liðs við Marport í janúar á þessu ári, býr yfir 14 ára reynslu í viðskiptum af þessu tagi.

Marport var stofnað á Íslandi 1997 og sérhæfir sig í nemum fyrir fiskveiðar og aðra starfsemi neðan sjávar.

 

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Ofnbökuð bleikja

Íslensk bleikja er einhver besti fiskur sem hægt er að fá í matinn. Hún er ekki eins feit og eldislaxinn, bragðið eiginlega alveg ei...

thumbnail
hover

Yfir 50 sóttu um tvö störf...

Síldarvinnslan auglýsti nýverið tvær stöður, rekstrastjóra uppsjávarfrystingar og rekstrastjóra útgerðar. Attentus-mannauður og...

thumbnail
hover

Samdráttur í útflutningi sjávarafurða

Útflutningsverðmæti sjávarafurða var rúmir 23,7 milljarðar króna í maí, sem er í samræmi við bráðabirgðatölur Hagstofunnar ...