-->

Marteinn og Bubbi goðsagnir í bransanum

Maður vikunnar vinnur við að selja búnað til línuveiða, meðal annars hinar þekktu beitningarvélar frá Mustad í Noregi. Slíkar vélar eru í öllum stærri línuskipum Íslands og nýjasta útfærslan í Páli Jónssyni GK. Hann hefur mikinn áhuga á íþróttum, helst fótbolta og körfubolta og á erfitt með að gera upp á milli skíða- og sólarferða.

Nafn:

Sigurður Óli Þórleifsson.

Hvaðan ertu?

Héðan og þaðan, ættir á Norðfjörð og víðar, uppalinn í Reykjavík og Grimsby í Englandi.

Fjölskylduhagir?

Kvæntur, á 4 drengi, hund og 2 ketti.

Hvar starfar þú núna?

Sölustóri Mustad Autoline hjá Ísfelli.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Árið 2012.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Að umgangast alla þessa stórskemmtilega karaktera sem að starfa við sjómennsku, þvílíkir snillingar.

En það erfiðasta?

Fátt erfitt, helst langvinnandi brælur, þá getur róast í sölunni, og maður þarf að fara að taka til á skrifborðinu 😊

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Ekkert sérstakt sem kemur upp í hugann, helst að Grænlandsferðirnar skilji eftir sig skrýtnar minningar. Ekki spennandi að vera veðurtepptur í Syðri Straumfirði, jafngaman og það er að vera á Grænlandi. 

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Þeir eru nokkrir eftirminnilegir í dag hjá Ísfelli, Marteinn Kristjánsson og Bubbi eru goðsagnir í bransanum.

Hver eru áhugamál þín?

Er mikill íþróttaáhugamaður, þá sérstaklega fótbolta, en körfuboltinn er alltaf að koma sterkari inn eftir að ég flutti til Grindavíkur, svo er golfið mjög skemmtilegt.  Sit líka í bæjarstjórn Grindavíkur, það er nóg af áhugamálum, og ég hef gaman að því að ferðast.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Ég panta mér oftast nær fisk í dag á veitingahúsum, af sem áður var, en nr.1 er „Fish´n´chips“, helst vafið í dagblað með góðri prentsvertu og nóg af „vinegar“.

Hvert færir þú í draumfríið?

Öll frí eru draumafrí, get ekki gert upp á milli að skíða í Ölpunum eða slaka á í sól og blíðu, með kaldan á kantinum.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Kolmunnaskipin bíða skimunar

Kolmunnaskipin liggja enn í Norðfjarðarhöfn og bíða áhafnir þeirra eftir niðurstöðu skimunar fyrir Covid-19. Ráðgert er að hal...

thumbnail
hover

Lítil sókn í grásleppuna

Lágt afurðaverð hefur dregið úr sókn í grásleppuveiðar í upphafi vertíðar. Kínverjar kaupa enga grásleppu og hrognaverð er l...

thumbnail
hover

Fiskverð lækkar

Á fundi hagsmunasamtaka sjómanna og útvegsmanna, sem haldinn var 3. apríl 2020, var ákveðið að breyta viðmiðunarverði skv. kjara...