MAST heimilar stækkun fiskeldis Samherja í Öxarfirði

118
Deila:

Matvælastofnun hefur unnið tillögu að rekstrarleyfi fyrir Samherja fiskeldi ehf. vegna fiskeldis á landi að Núpsmýri í Öxarfirði. Um er að ræða stækkun á eldra rekstrarleyfi úr 1.600 tonnum af laxi, bleikju, sandhverfu og lúðu í 3000 tonna seiða- og matfiskeldi á laxi og bleikju.

Athugasemdir við tillöguna og fylgigögn skulu vera skrifleg og send Matvælastofnun. Frestur til að skila inn athugasemdum er til  20. júní 2020.

„Á gildistíma leyfisins skal fara fram vöktun og rannsóknir af hálfu rekstrarleyfishafa til að meta vistfræðileg áhrif á nánasta umhverfi eldisstöðvarinnar. Varúðarráðstafanir til að koma í veg fyrir að fiskur sleppi vegna eldis eða flutnings á fiski skulu vera skráðar og aðgengilegar hjá eldisaðila, og áætlun um aðgerðir til að endurheimta fisk sem sleppur. Leyfishafi skal sjá til þess að viðbragðsáætlun vegna slysasleppinga sé staðsett á eldissvæðinu og kynna starfsmönnum hana. Rekstrarleyfishafi sem missir fisk úr fiskeldisstöð, skal án tafar tilkynna slíkan atburð til Fiskistofu, Matvælastofnunar, sveitarfélaga og næstu veiðifélaga. Rekstrarleyfishafi ber skyldu til notkunar erfðavísa þannig að unnt sé að rekja uppruna eldislaxa til ákveðinna sjókvíaeldisstöðva. Rekstrarleyfishafa er skylt að notast við utanáliggjandi merkingar á eldislaxi í sjókvíaeldi samkvæmt ákvæðum reglugerðar um fiskeldi,“ segir í tillögunni

Þá hefur Matvælastofnun hefur unnið tillögu að rekstrarleyfi fyrir Samherja fiskeldi ehf. vegna fiskeldis á landi að Sigtúni í Öxarfirði. Um er að ræða nýtt rekstrarleyfi þar sem hámarkslífmassi miðast við 11 tonn af bleikju, klakfisk- og seiðaeldi.

Deila: