-->

Mast veitir Löxum Fiskeldi nýtt rekstrarleyfi

Matvælastofnun hefur veitt Löxum Fiskeldi ehf. rekstrarleyfi til fiskeldis í Reyðarfirði í samræmi við lög um fiskeldi. Matvælastofnun auglýsti tillögu að rekstrarleyfi á vef stofnunarinnar þann 26. maí 2021 og var frestur til að skila inn athugasemdum til 23. júní 2021.

Laxar Fiskeldi ehf. sótti um nýtt rekstrarleyfi fyrir 10.000 tonnum af laxi í Reyðarfirði. Fyrirtækið hefur þegar rekstrarleyfi fyrir 6.000 tonna hámarkslífmassa, auk rekstrarleyfis fyrir 10.000 tonnum sem Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi úr gildi 21. maí 2021. Samanlagt hyggst fyrirtækið ala 16.000 tonn af frjóum laxi á tveimur rekstrarleyfum.

Hámarkslífmassi eldisins vegna rekstrarleyfis FE-1180 í Reyðarfirði mun ekki fara yfir 10.000 tonn sem er í samræmi við burðarþolsmat Reyðarfjarðar. Tekið var tillit til áhættumats Hafrannsóknastofnunar við útgáfu rekstrarleyfisins. Starfsemin er einnig háð starfsleyfi Umhverfisstofnunar.

Framkvæmd fyrirtækisins fór í gegnum mat á umhverfisáhrifum í samræmi við lög um mat á umhverfisáhrifum

Heimilt er að kæra ákvörðun Matvælastofnunar um útgáfu rekstrarleyfisins til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og er kærufrestur einn mánuður. 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Oddbjörg hætt hjá LS

Oddbjörg Friðriksdóttir skrifstofustjóri Landssambands smábátaeigenda til rúmlega 30 ára hefur látið af störfum.   Landssamband ...

thumbnail
hover

Mætt á vaktina 20. árið í...

Þó svo að makrílvertíðin fari rólega af stað er nú mikið líf og fjör á Þórshöfn. Kona sem er mætt á vaktina tuttugasta ár...

thumbnail
hover

Góð aflabrögð í Bolungarvík

Góð aflabrögð voru í Bolungavík í síðasta mánuði. Alls bárust 2005 tonn að landi. Um 1500 tonn eða 3/4 allrar veiði var fengi...