Matís og Íslenski sjávarklasinn efla samstarf

Deila:

Matís og Íslenski sjávarklasinn hafa undirritað samstarfssamning sem hefur að markmiði að efla efla tengslanet og samstarf starfsmanna Matís og frumkvöðla sem eru með aðstöðu hjá Sjávarklasanum. Starfsmönnum Matís og starfsfólki fyrirtækja í Húsi sjávarklasans býðst að nýta sér aðstöðu í frumkvöðlarýmum hjá hvorum aðila.  Með þessu vilja Matís og Sjávarklasinn efla enn frekar samstarfið og tryggja að enn betri tenging verði á milli rannsókna og frumkvöðlastarfs í sjávarútvegi.

Á myndinni eru Oddur M. Gunnarsson starfandi forstjóri Matís og Berta Daníelsdóttir framkvæmdastjóri Íslenska sjávarklasans.

 

Deila: