-->

Með 19.000 kassa úr Barentshafi

Frystitogarinn Arnar HU1 er kominn til hafnar á Sauðárkróki eftir veiðiferð í Barentshaf. Aflinn um borð samsvarar um 945 tonnum upp úr sjó, þar af um 823 tonnum af þorski. Aflaverðmæti er um 315 milljónir.

Heimasíða Fisk seafood hafði samband við Guðjón Guðjónsson skipstjóra og spurði hann um túrinn.

„Haldið var til veiða 8. júní og höfum við verið á veiðum í Barentshafi. Veiðarnar hafa gengið illa miðað við undafarin ár en veðrið hefur verið gott. Það verður landað rétt rúmlega 19.000 kössum,“ sagði Guðjón.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Oddbjörg hætt hjá LS

Oddbjörg Friðriksdóttir skrifstofustjóri Landssambands smábátaeigenda til rúmlega 30 ára hefur látið af störfum.   Landssamband ...

thumbnail
hover

Mætt á vaktina 20. árið í...

Þó svo að makrílvertíðin fari rólega af stað er nú mikið líf og fjör á Þórshöfn. Kona sem er mætt á vaktina tuttugasta ár...

thumbnail
hover

Góð aflabrögð í Bolungarvík

Góð aflabrögð voru í Bolungavík í síðasta mánuði. Alls bárust 2005 tonn að landi. Um 1500 tonn eða 3/4 allrar veiði var fengi...