Meðafli mjög mismunandi

144
Deila:

Fiskistofa hefur tekið saman yfirlit yfir afla og meðafla grásleppubáta á vertíðinni  sem stóð frá 10. mars og fékk óvæntan endi 2. maí í tilefni af endurmati Hafrannsóknarstofnunar á stöðu stofnsins  og aflabrögðum.  Margar útgerðir gátu því ekki stundað veiðarnar í þá 44 daga sem heimilaðir höfðu verið. Þess skal getið að bátar í Breiðafirðinum sem vanalega byrja um eða eftir 20. maí fá leyfi til veiða í 15 daga frá 20. maí eða síðar á þessu ári.

Það voru 157 grásleppubátar sem tóku þátt í veiðunum.

Það er afar mikilvægt að skrá allan meðafla á veiðunum bæði í fiski sem og sel og sjófuglum. Nákvæm skráning á öllum meðafla er forsenda þess að hægt sé að sýna fram á það gagnvart vottunaraðilum og stjórnvöldum þeirra ríkja þar sem aflinn er fluttur inn að staðgóð þekking og vísindalegar rannsóknir liggi að baki veiðunum og þeim reglum sem um þær gilda.

Hér fylgja margvíslegar upplýsingar um veiðarnar í mars og apríl. Ástæður breytilegs hlutfalls meðafla geta verið margvíslegar. Það er hlutverk Fiskistofu að hafa eftirlit með að skráning og vigtun á sjávarafla sé sem réttust. Til þess að rækja það hlutverk sem best beitir Fiskistofa margvíslegum aðferðum og má í því sambandi nefna fræðslu og samvinnu við útgerðir og vinnslur, áhættugreiningu og aðgengi allra að upplýsingum um veiðar og afla.
Ljósmynd Þorgeir Baldursson.

 

Deila: