-->

Meira utan af ferskum afurðum

Útflutningsverðmæti ferskra sjávarafurða hefur aukist verulega á þessari öld. Nam verðmæti þeirra rúmlega 27% af útflutningsverðmæti sjávarafurða á árinu 2019 samanborið við um 11% um aldamótin. „Gjörbreyttar aðstæður á markaði skýra þetta, en mun meiri spurn er nú eftir ferskum afurðum en áður. Jafnframt hefur sú tæknibylting sem orðið hefur á tímabilinu gert fyrirtækjum kleift að mæta þessari auknu eftirspurn.  Þar skiptir vitaskuld miklu máli svigrúm fyrirtækjanna til fjárfestingar, sem þau hafa nýtt sér til aukinnar verðmætasköpunar undanfarin ár eins og þessi þróun sýnir,“ segir í frétt frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi.

Þróunina má sjá á myndinni hér fyrir neðan, en hún sem sýnir útflutningsverðmæti botn- og flatfiskafurða á þessari öld. Verðmæti ferskra botn- og flatfiskafurða var rúmlega 71 milljarður króna í fyrra, og hefur það aldrei áður verið hærra hvort sem mælt er í krónum eða í erlendri mynt. Jafnframt má sjá að ferskar afurðir vega þyngst í botn- og flatfiski, en þær voru komnar upp í 37% af útflutningsverðmæti afurðanna í fyrra. Það hlutfall hefur aldrei farið svo hátt, en um aldamótin var vægi þeirra 16%.

Nánar um þetta og fleira má sjá á Radarnum, þar sem tölur um útflutning á botn- og flatfiskafurðum hafa verið uppfærðar.

 

Attachments

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Sindri VE breyttist í frystitogarann Campelo...

Togarinn Sindri VE-60, upprunalega Páll Pálsson ÍS-102, er kominn til veiða við Afríkustrendur sem frystitogarinn Campelo 2. Hann er g...

thumbnail
hover

Þorskurinn að færa sig af hefðbundinni...

Merkingarnar á þorski í fyrra benda til að þorskur hafi fært sig af hefðbundinni fæðuslóð fyrir norðvestan land yfir á norðari...

thumbnail
hover

Veiðar á þorski, ýsu og ufsa...

Óháð vottunarnefnd á vegum írsku vottunarstofunnar Global Trust/SAI Global hefur endurvottað veiðar á þorski, ýsu og ufsa á Ísla...