Meira utan af óunnum fiski

Að undanförnu hefur umræða farið vaxandi um tugaprósenta aukningu í útflutningi á óunnum þorski.  Á fyrstu níu mánuðum ársins kemur þetta berlega í ljós þar sem 80% meira hefur verið flutt út á tímabilinu heldur en sömu mánuði á árinu 2019.  Fjallað er um þetta á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda.

Í Noregi hefur sama þróun átt sér stað, sífellt meira flutt til fullvinnslu í öðrum löndum, sem hefur leitt til þess að útflutningsverðmæti minnkar.  Fyrstu átta mánuðina var það 10% lægra en á sama tímabili í fyrra.

Hvort við fetum í fótspor Norðmanna skal ekki fullyrt hér.  Það er aftur á móti umhugsunarefni hvort sú mikla tækni og þekking sem hér er nær að svara þessari samkeppni.

Málefnið er nú rætt í atvinnuveganefnd Alþingis og hefur nefndin skoðunar svör fimm ráðuneyta við spurningum sem hún sendi þeim fyrir réttu ári.

 

Attachments

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Fizza

Samkvæmt könnun sem Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi létu gera vilja margir landsmenn borða meira af fiski. En svo virðist sem fó...

thumbnail
hover

Skrýtið að þjóna til altaris

Maður vikunnar nú er fæddur Gaflari en á báðar ættir að rekja norður. Hann býr á Eskifirði en vinnur á Seyðisfirði. Hann hefu...

thumbnail
hover

Vill allt að 50.000 tonna fiskeldi...

„Fiskeldið er nú þegar einn af burðarásum atvinnulífsins og svo verður í framtíðinni, það er engin spurning. Starfsemi fiskeld...