Meira utan af óunnum fiski

106
Deila:

Að undanförnu hefur umræða farið vaxandi um tugaprósenta aukningu í útflutningi á óunnum þorski.  Á fyrstu níu mánuðum ársins kemur þetta berlega í ljós þar sem 80% meira hefur verið flutt út á tímabilinu heldur en sömu mánuði á árinu 2019.  Fjallað er um þetta á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda.

Í Noregi hefur sama þróun átt sér stað, sífellt meira flutt til fullvinnslu í öðrum löndum, sem hefur leitt til þess að útflutningsverðmæti minnkar.  Fyrstu átta mánuðina var það 10% lægra en á sama tímabili í fyrra.

Hvort við fetum í fótspor Norðmanna skal ekki fullyrt hér.  Það er aftur á móti umhugsunarefni hvort sú mikla tækni og þekking sem hér er nær að svara þessari samkeppni.

Málefnið er nú rætt í atvinnuveganefnd Alþingis og hefur nefndin skoðunar svör fimm ráðuneyta við spurningum sem hún sendi þeim fyrir réttu ári.

 

Deila: