Meiriháttar fiskisúpa

Deila:

Nú bjóðum við upp á súpu með sjávarfangi. Þessi súpa er sannkallaður veislumatur, hollur og góður réttur, sem sæmir sér vel sem aðalréttur síðdegis á góðum degi. Í réttinn fer ýmislegt hráefni, en hann er samt auðveldur og tiltölulega fljótlegur í matreiðslu, sérstaklega ef allt innihald er haft tilbúið við höndina. Eins og alltaf mælum við með fiskneyslu að minnsta kosti tvisvar í viku allt árið. Þannig fáum við ýmislegt gott í kroppinn, eins og Omega3 fitusýrur og joð, sem alltof marga virðist skorta, fyrir utan besta prótein í heimi.

Innihald:

1 msk. ólífuolía

1 msk. smjör

75g spænsk kryddpylsa, afhýdd og skorin í smáa tenginga

1 meðalstór laukur, saxaður

1 stór kartafla, um 30g, skorin í smáa teninga

1 lárviðarlauf

2 stönglar ferskt timían

1 tsk reykt paprika

5 bollar af fiskisoði

1 tsk, salt

½ tsk. nýmalaður svartur pipar

½ bolli rauð paprika, söxuð

300g ýsa, roð- og beinlaus í fremur smáum bitum

300g rækja, skelflett og garnhreinsuð, eða bara beint úr pokanum, til dæmis frá Dögun

300g hörpudiskur, bitarnir helmingaðir ef þeir eru stórir

1 bolli rjómi

2 msk. saxaður graslaukur

Aðferð:

Hitið olíu og smjör í djúpri pönnu. Steikið kryddpylsubitana þannig að þeir verði stökkir. Veiðið þá upp úr pönnunni og látið renna af þeim á eldhúspappír. Bætið þá lauknum á pönnuna og látið hann mýkjast þar.

Notið rúllupylsugarn til að hnýta timían greinarnar  saman. Festið garnið við haldfangið á pönnunni þannig að timíanið liggi ofan í pönnunni.

Bætið kartöflunum og lárviðarlaufinu út í og kryddið með paprikunni. Bætið þá fiskisoðinu út í og látið sjóða þar til kartöflurnar eru orðnar nægilega mjúkar til að mauka þær. Saltið að smekk og bætið paprikunni út í.

Bætið þá ýsunni út í og hrærið verlega í. Látið malla í 6-8 mínútur. Bætið þá hörpudiskinum út í og látið sjóða í eina mínútu.

Fjarlægið timían búntið og lárviðarlaufið og hellið rjómanum út á pönnuna. Setjið loks rækjuna út í og hrærið varlega saman.

Jafnið súpunni á diska og notið kryddpylsuna og graslaukinn sem skraut ofan á. Berið súpuna fram með vel völdu brauði. Glas af hvítvíni myndi ekki spilla fyrir þá, sem þess vilja njóta.

.

Deila: