-->

Menn fljótir að jafna sig eftir þjóðhátíðargleðina

Að sögn Arnars Richardssonar, rekstrarstjóra Bergs – Hugins og Bergs, á heimasíðu Síldarvinnslunnar, voru menn fljótir að jafna sig eftir þjóðhátíðargleðina í Eyjum. Bergur VE hélt til veiða strax eftir hádegi sl. mánudag og var kominn til löndunar með fullfermi um hádegi á miðvikudag. Aflinn var blandaður, mest þorskur, ýsa og ufsi. Farið var út á ný að löndun lokinni og stefnan sett á karfamið í Skerjadýpinu. Ráðgert er að Bergur landi síðan á sunnudaginn í Þorlákshöfn.

Vestmannaey VE hefur að undanförnu verið í slipp í Reykjavík en stefnt er að því að hún haldi til veiða á laugardagskvöld.
Landað í Eyjum. Ljósm. Guðmundur Alfreðsson

 

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Stuðla að grænum skrefum í sjávarútvegi

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og breytingar á lögum um stjórn fiskveiða (aflvísir...

thumbnail
hover

Íþyngjandi gjaldtaka hægir á verðmætasköpun í...

„Gjaldtaka í sjókvíaeldi er umfangsmeiri en í flestum öðrum atvinnugreinum hér á landi. Flest fyrirtæki greiða hefðbundin gjöl...

thumbnail
hover

Mikið óveitt af ufsa

Mikið er óveitt af ufsa nú þegar fiskveiðiárinu er að ljúka. Það er svipuð staða og í fyrra. Kvótinn nú er 78.700 tonn, aflin...