-->

Mest aflaverðmæti á höfuðborgarsvæðinu

Fiskafla að verðmæti 12,1 milljarður króna var landað á höfuðborgarsvæðinu í október síðastliðnum. Það er samdráttur um tæp 15% miðað við sama mánuði í fyrra. Verðmæti alls landaðs afla á landinu dróst saman um 2% Hagstofa Íslands flokkar verðmæti landaðs afla eftir landshlutum og þar er höfuðborgarsvæðið efst á blaði.

Suðurnesin eru í öðru sæti með verðmæti upp á 2,3 milljarða og er það 6% vöxtur. Austurland er í þriðja sætinu með 1,8 milljarða, þrátt fyrir samdrátt um tæp 4%. Norðurland eystra fylgir fast á eftir með 1,6 milljarða en með samdrátt um 13%.

Á Norðurland vestra var verðmæti landaðs afla 916 milljónir króna, sem er aukning um 52%. Á Suðurlandi var verðmæti aflans 726 milljónir, sem er vöxtur um 20%. Þá kemur Vesturland með 628 milljónir, sem er vöxtur um 19% og á vestfjörðum var aflaverðmætið 571 milljón og dróst það saman um 3,4%.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Ekkert banaslys þriðja árið í röð

Ekkert banaslys varð til sjós við Ísland í fyrra. Þetta er þriðja árið í röð sem enginn ferst við störf um borð í íslensku...

thumbnail
hover

Sigurður Davíð Stefánsson til Sjávarklasans

Sigurður kláraði BSc í rekstrarverkfræði við Háskólann í Reykjavík árið 2017. Hann lauk síðan meistaranámi sínu í rekstrar...

thumbnail
hover

Stuðla að bættri bátavernd

Samband íslenskra sjóminjasafna gaf nýverið út fornbátaskrá og leiðarvísi við mat á varðveislugildi eldri báta og skipa. Útgá...